Alltaf stöngin út hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Fram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni. vísir/andri marinó „Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira