UNICEF: Rúmlega þúsund börn hafa særst eða látist í átökum í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2015 18:21 Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Mynd/UNICEF Átta börn hafa látið lífið eða særst á degi hverjum frá því að átökin í Jemen hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um ástandið í Jemen. Í skýrslunni kemur fram að 398 börn hafi dáið og fleiri en 605 særst vegna ofbeldis og átaka í landinu sem hafa stigmagnast á undanförnum mánuðum. Þá segir að Jemen sé einn hræðilegasti staður í heimi til að vera barn.Heilbrigðisþjónusta úr skorðumÍ tilkynningu frá UNICEF segir að börn séu þau sem bera mestan skaða af vopnuðum átökum og að mörg börn í Jemen lifi nú í stöðugum ótta við að særast eða deyja. „Skýrsla UNICEF varpar ljósi á þau hræðilegu áhrif sem átökin hafa á líf barna og framtíð þeirra. Ljóst er að 10 milljónir barna þurfa á tafarlausri neyðarhjálp að halda. Það eru 80% barna í landinu. Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Fleiri en 900 heilsugæslustöðvar hafa lokað frá því í mars. 1,8 milljón börn eiga á hættu að þjást af vannæringu og 3.600 skólar hafa lokað. Samkvæmt skýrslu UNICEF hafa 377 börn gengið til liðs við vopnaða hópa það sem af er ári, ýmist sjálfviljug eða tilneydd. Þetta eru helmingi fleiri börn en á öllu árinu 2014. Milljónir manna standa auk þess frammi fyrir skorti á hreinlætisaðstöðu, vatni og eldsneyti. Fyrir var Jemen fátækasta ríki Mið-Austurlanda svo átökin nú hafa haft mikil áhrif á alla innviði samfélagsins.“ Julien Harneis, talsmaður UNICEF í Jemen, segir átökin vera harmleik fyrir börn í Jemen. „Börn hafa látið lífið í sprengjuárásum eða þegar þau verða fyrir byssukúlum og þau sem lifa af búa við vaxandi ógn vegna útbreiðslu sjúkdóma og vannæringar. Við getum ekki leyft þessu að viðgangast.“Neyðarhjálp UNICEFÍ tilkynningu kemur fram að UNICEF hafi starfað í Jemen um árabil og verulega aukið allt hjálparstarf sitt á svæðinu eftir að átökin blossuðu upp. „Um allt land veitir UNICEF börnum lífsnauðsynlega neyðarhjálp, meðal annars með því að útvega hreint vatn og hreinlætisgögn og veita börnum meðferð við vannæringu, niðurgangi, mislingum og lungnabólgu. Á undanförnum sex mánuðum hefur UNICEF einnig veitt ríflega 150.000 börnum sálrænan stuðning og frætt fleiri en 280.000 börn um hvernig forðast eigi jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur. UNICEF skorar á stríðandi fylkingar að virða alþjóðamannréttindalög og hætta tafarlaust árásum á óbreytta borgara, skóla og heilsugæslustöðvar.Heimsforeldrar UNICEF leggja baráttu UNICEF lið í hverjum mánuði og gera UNICEF þannig meðal annars kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skellur á. Með hjálp heimsforeldra veitir UNICEF börnum og fjölskyldum þeirra í Jemen neyðarhjálp á þessum erfiðu tímum.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Átta börn hafa látið lífið eða særst á degi hverjum frá því að átökin í Jemen hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um ástandið í Jemen. Í skýrslunni kemur fram að 398 börn hafi dáið og fleiri en 605 særst vegna ofbeldis og átaka í landinu sem hafa stigmagnast á undanförnum mánuðum. Þá segir að Jemen sé einn hræðilegasti staður í heimi til að vera barn.Heilbrigðisþjónusta úr skorðumÍ tilkynningu frá UNICEF segir að börn séu þau sem bera mestan skaða af vopnuðum átökum og að mörg börn í Jemen lifi nú í stöðugum ótta við að særast eða deyja. „Skýrsla UNICEF varpar ljósi á þau hræðilegu áhrif sem átökin hafa á líf barna og framtíð þeirra. Ljóst er að 10 milljónir barna þurfa á tafarlausri neyðarhjálp að halda. Það eru 80% barna í landinu. Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Fleiri en 900 heilsugæslustöðvar hafa lokað frá því í mars. 1,8 milljón börn eiga á hættu að þjást af vannæringu og 3.600 skólar hafa lokað. Samkvæmt skýrslu UNICEF hafa 377 börn gengið til liðs við vopnaða hópa það sem af er ári, ýmist sjálfviljug eða tilneydd. Þetta eru helmingi fleiri börn en á öllu árinu 2014. Milljónir manna standa auk þess frammi fyrir skorti á hreinlætisaðstöðu, vatni og eldsneyti. Fyrir var Jemen fátækasta ríki Mið-Austurlanda svo átökin nú hafa haft mikil áhrif á alla innviði samfélagsins.“ Julien Harneis, talsmaður UNICEF í Jemen, segir átökin vera harmleik fyrir börn í Jemen. „Börn hafa látið lífið í sprengjuárásum eða þegar þau verða fyrir byssukúlum og þau sem lifa af búa við vaxandi ógn vegna útbreiðslu sjúkdóma og vannæringar. Við getum ekki leyft þessu að viðgangast.“Neyðarhjálp UNICEFÍ tilkynningu kemur fram að UNICEF hafi starfað í Jemen um árabil og verulega aukið allt hjálparstarf sitt á svæðinu eftir að átökin blossuðu upp. „Um allt land veitir UNICEF börnum lífsnauðsynlega neyðarhjálp, meðal annars með því að útvega hreint vatn og hreinlætisgögn og veita börnum meðferð við vannæringu, niðurgangi, mislingum og lungnabólgu. Á undanförnum sex mánuðum hefur UNICEF einnig veitt ríflega 150.000 börnum sálrænan stuðning og frætt fleiri en 280.000 börn um hvernig forðast eigi jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur. UNICEF skorar á stríðandi fylkingar að virða alþjóðamannréttindalög og hætta tafarlaust árásum á óbreytta borgara, skóla og heilsugæslustöðvar.Heimsforeldrar UNICEF leggja baráttu UNICEF lið í hverjum mánuði og gera UNICEF þannig meðal annars kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skellur á. Með hjálp heimsforeldra veitir UNICEF börnum og fjölskyldum þeirra í Jemen neyðarhjálp á þessum erfiðu tímum.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira