UNICEF: Rúmlega þúsund börn hafa særst eða látist í átökum í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2015 18:21 Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Mynd/UNICEF Átta börn hafa látið lífið eða særst á degi hverjum frá því að átökin í Jemen hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um ástandið í Jemen. Í skýrslunni kemur fram að 398 börn hafi dáið og fleiri en 605 særst vegna ofbeldis og átaka í landinu sem hafa stigmagnast á undanförnum mánuðum. Þá segir að Jemen sé einn hræðilegasti staður í heimi til að vera barn.Heilbrigðisþjónusta úr skorðumÍ tilkynningu frá UNICEF segir að börn séu þau sem bera mestan skaða af vopnuðum átökum og að mörg börn í Jemen lifi nú í stöðugum ótta við að særast eða deyja. „Skýrsla UNICEF varpar ljósi á þau hræðilegu áhrif sem átökin hafa á líf barna og framtíð þeirra. Ljóst er að 10 milljónir barna þurfa á tafarlausri neyðarhjálp að halda. Það eru 80% barna í landinu. Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Fleiri en 900 heilsugæslustöðvar hafa lokað frá því í mars. 1,8 milljón börn eiga á hættu að þjást af vannæringu og 3.600 skólar hafa lokað. Samkvæmt skýrslu UNICEF hafa 377 börn gengið til liðs við vopnaða hópa það sem af er ári, ýmist sjálfviljug eða tilneydd. Þetta eru helmingi fleiri börn en á öllu árinu 2014. Milljónir manna standa auk þess frammi fyrir skorti á hreinlætisaðstöðu, vatni og eldsneyti. Fyrir var Jemen fátækasta ríki Mið-Austurlanda svo átökin nú hafa haft mikil áhrif á alla innviði samfélagsins.“ Julien Harneis, talsmaður UNICEF í Jemen, segir átökin vera harmleik fyrir börn í Jemen. „Börn hafa látið lífið í sprengjuárásum eða þegar þau verða fyrir byssukúlum og þau sem lifa af búa við vaxandi ógn vegna útbreiðslu sjúkdóma og vannæringar. Við getum ekki leyft þessu að viðgangast.“Neyðarhjálp UNICEFÍ tilkynningu kemur fram að UNICEF hafi starfað í Jemen um árabil og verulega aukið allt hjálparstarf sitt á svæðinu eftir að átökin blossuðu upp. „Um allt land veitir UNICEF börnum lífsnauðsynlega neyðarhjálp, meðal annars með því að útvega hreint vatn og hreinlætisgögn og veita börnum meðferð við vannæringu, niðurgangi, mislingum og lungnabólgu. Á undanförnum sex mánuðum hefur UNICEF einnig veitt ríflega 150.000 börnum sálrænan stuðning og frætt fleiri en 280.000 börn um hvernig forðast eigi jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur. UNICEF skorar á stríðandi fylkingar að virða alþjóðamannréttindalög og hætta tafarlaust árásum á óbreytta borgara, skóla og heilsugæslustöðvar.Heimsforeldrar UNICEF leggja baráttu UNICEF lið í hverjum mánuði og gera UNICEF þannig meðal annars kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skellur á. Með hjálp heimsforeldra veitir UNICEF börnum og fjölskyldum þeirra í Jemen neyðarhjálp á þessum erfiðu tímum.“ Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Átta börn hafa látið lífið eða særst á degi hverjum frá því að átökin í Jemen hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um ástandið í Jemen. Í skýrslunni kemur fram að 398 börn hafi dáið og fleiri en 605 særst vegna ofbeldis og átaka í landinu sem hafa stigmagnast á undanförnum mánuðum. Þá segir að Jemen sé einn hræðilegasti staður í heimi til að vera barn.Heilbrigðisþjónusta úr skorðumÍ tilkynningu frá UNICEF segir að börn séu þau sem bera mestan skaða af vopnuðum átökum og að mörg börn í Jemen lifi nú í stöðugum ótta við að særast eða deyja. „Skýrsla UNICEF varpar ljósi á þau hræðilegu áhrif sem átökin hafa á líf barna og framtíð þeirra. Ljóst er að 10 milljónir barna þurfa á tafarlausri neyðarhjálp að halda. Það eru 80% barna í landinu. Heilbrigðisþjónusta í Jemen hefur farið úr skorðum og fleiri en 15 milljónir manna skortir nú aðgang að grunnheilsugæslu. Fleiri en 900 heilsugæslustöðvar hafa lokað frá því í mars. 1,8 milljón börn eiga á hættu að þjást af vannæringu og 3.600 skólar hafa lokað. Samkvæmt skýrslu UNICEF hafa 377 börn gengið til liðs við vopnaða hópa það sem af er ári, ýmist sjálfviljug eða tilneydd. Þetta eru helmingi fleiri börn en á öllu árinu 2014. Milljónir manna standa auk þess frammi fyrir skorti á hreinlætisaðstöðu, vatni og eldsneyti. Fyrir var Jemen fátækasta ríki Mið-Austurlanda svo átökin nú hafa haft mikil áhrif á alla innviði samfélagsins.“ Julien Harneis, talsmaður UNICEF í Jemen, segir átökin vera harmleik fyrir börn í Jemen. „Börn hafa látið lífið í sprengjuárásum eða þegar þau verða fyrir byssukúlum og þau sem lifa af búa við vaxandi ógn vegna útbreiðslu sjúkdóma og vannæringar. Við getum ekki leyft þessu að viðgangast.“Neyðarhjálp UNICEFÍ tilkynningu kemur fram að UNICEF hafi starfað í Jemen um árabil og verulega aukið allt hjálparstarf sitt á svæðinu eftir að átökin blossuðu upp. „Um allt land veitir UNICEF börnum lífsnauðsynlega neyðarhjálp, meðal annars með því að útvega hreint vatn og hreinlætisgögn og veita börnum meðferð við vannæringu, niðurgangi, mislingum og lungnabólgu. Á undanförnum sex mánuðum hefur UNICEF einnig veitt ríflega 150.000 börnum sálrænan stuðning og frætt fleiri en 280.000 börn um hvernig forðast eigi jarðsprengjur og aðrar ósprungnar sprengjur. UNICEF skorar á stríðandi fylkingar að virða alþjóðamannréttindalög og hætta tafarlaust árásum á óbreytta borgara, skóla og heilsugæslustöðvar.Heimsforeldrar UNICEF leggja baráttu UNICEF lið í hverjum mánuði og gera UNICEF þannig meðal annars kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skellur á. Með hjálp heimsforeldra veitir UNICEF börnum og fjölskyldum þeirra í Jemen neyðarhjálp á þessum erfiðu tímum.“
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira