Fundi aflýst með skömmum fyrirvara Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 09:41 Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, ávarpaði fréttamenn í aðdraganda fundar fjármálaráðherranna í dag. vísir/epa Hætt hefur verið við fund leiðtoga Evrópusambandsins sem fyrirhugaður var í Brussel í dag. Boðað var til fundar allra 28 ríkja sambandsins í dag með það fyrir augum að ákveða örlög Grikkja, hvort þeir yrðu áfram innan Evrópusambandsins eða þyrftu frá að hverfa. Sjaldgæft er að fallið sé frá boðuðum fundum með svo skömmum fyrirvara en hann átti að hefast klukkan 9 í morgun. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti á samskiptasíðunni Twitter að hann hefði afboðað leiðtoga sambandsins á fundinn sem fyrirhugaður var í dag, en fjármálaráðherrarnir halda fundi sínum áfram klukkan tvö. Fundi þeirra var frestað í nótt eftir langar en árangurslitlar viðræður þar sem tekist var á um tillögur Grikkja til lausnar á skuldavanda landsins. Er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagði Jeroen Dijsselbloem, leiðtogi evruhópsins, fund gærkvöldsins hafa verið „mjög erfiðan.“ Tillögurnar sem þar voru ræddar fela meðal annars í sér 13 milljarða evra niðurskurð, skattahækkanir og lífeyrisgreiðslulækkanir. Tillögurnar svipa margt til þeirra og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi. Ekki eru allir á einu máli um hvort Grikkjum sé treystandi fyrir framkvæmd þeirra og var það mál manna eftir fund fjármálaráðherranna í gær að mikillar tortryggni gætti í þeirra röðum. Tengdar fréttir Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Hætt hefur verið við fund leiðtoga Evrópusambandsins sem fyrirhugaður var í Brussel í dag. Boðað var til fundar allra 28 ríkja sambandsins í dag með það fyrir augum að ákveða örlög Grikkja, hvort þeir yrðu áfram innan Evrópusambandsins eða þyrftu frá að hverfa. Sjaldgæft er að fallið sé frá boðuðum fundum með svo skömmum fyrirvara en hann átti að hefast klukkan 9 í morgun. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti á samskiptasíðunni Twitter að hann hefði afboðað leiðtoga sambandsins á fundinn sem fyrirhugaður var í dag, en fjármálaráðherrarnir halda fundi sínum áfram klukkan tvö. Fundi þeirra var frestað í nótt eftir langar en árangurslitlar viðræður þar sem tekist var á um tillögur Grikkja til lausnar á skuldavanda landsins. Er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagði Jeroen Dijsselbloem, leiðtogi evruhópsins, fund gærkvöldsins hafa verið „mjög erfiðan.“ Tillögurnar sem þar voru ræddar fela meðal annars í sér 13 milljarða evra niðurskurð, skattahækkanir og lífeyrisgreiðslulækkanir. Tillögurnar svipa margt til þeirra og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu um síðustu helgi. Ekki eru allir á einu máli um hvort Grikkjum sé treystandi fyrir framkvæmd þeirra og var það mál manna eftir fund fjármálaráðherranna í gær að mikillar tortryggni gætti í þeirra röðum.
Tengdar fréttir Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27 Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23 Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57 Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00
Tillögur Grikkja ræddar Fjármálaráðherrar evruríkjanna hittast á fundi í dag til að ræða tillögur Grikkja til að taka á skuldavanda landsins. 11. júlí 2015 10:27
Óvíst hvort grískur almenningur þoli tvö ár af óvissu Gangi Grikkir úr evrusamstarfinu geta myndast aðstæður sem líkjast fremur stríðssvæði en efnhagsvanda að mati grísks efnahags- og fjármálaráðgjafa. 11. júlí 2015 20:23
Sigmundur segir vanda Grikkja geta haft neikvæð áhrif hér á landi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir viðbúið að komi til efnahagssamdráttar á evrusvæðinu út af skuldavanda Grikklands muni það hafa neikvæð áhrif hér á landi. 11. júlí 2015 12:57
Erfiður en árangurslítill dagur að baki í Brussel Talið er að leiðtogar evrusvæðisins séu verulega efins um að Grikkir fylgi niðurskurðartillögum sínum eftir en áfram verður fundað um vanda gríska ríkisins á morgun. 11. júlí 2015 22:34