Corbyn sigurstranglegastur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Corbyn er í yfirburðastöðu í formannsslag Verkamannaflokksins í Bretlandi. Hann mælist með rúmlega tvöfalt meira fylgi en næsti maður. nordicphotos/afp Formannskjör í verkamannaflokki Bretlands stendur nú yfir, en það hófst á föstudaginn. Kjörinu lýkur tíunda september næstkomandi og verða úrslitin kynnt tveimur dögum síðar. Kjörið fer fram í kjölfar afsagnar Eds Milibands, fyrrverandi formanns, sem sagði af sér vegna ósigurs flokksins í þingkosningunum í maí síðastliðnum. Á meðan beðið er eftir nýjum formanni gegnir varaformaðurinn, Harriet Harman, formannsembættinu. Frambjóðendurnir sem gefa kost á sér til formanns eru fjórir; Andy Burnham, Jeremy Corbyn, Yvette Cooper og Liz Kendall. Þegar fylgismælingar hófust þótti Burnham vinsælastur, en nafn Corbyn var hvergi að finna í skoðanakönnunum. Nú mælist hann hins vegar með 46 prósenta fylgi, rúmlega tvöfalt meira en Burnham. Hugmyndir Corbyns hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn á síðustu árum en hann er ötull talsmaður félagshyggju og þjóðnýtingar. Frá því Tony Blair gegndi formannsembætti hefur flokkurinn fært sig lengra til hægri en nú virðist sem margir hafi fengið nóg og vilji hverfa aftur til vinstri. Frá því kosningabaráttan hófst hefur fjöldi þeirra sem eru á kjörskrá farið úr 200.000 manns og upp í rúm 610.000. Á síðasta degi skráninga einum bættust við um 160.000 manns. Stóraukinn fjöldi kjósenda er umdeildur. Þingmaður flokksins, John Mann, kallaði eftir því að kosningarnar yrðu settar í salt eftir að blaðamaðurinn Toby Young skrifaði grein í dagblaðið Telegraph þar sem hann hvatti kjósendur Íhaldsflokksins til að skrá sig í Verkamannaflokkinn og kjósa Corbyn. Young, líkt og fjöldi stjórnmálaskýrenda í Bretlandi, telur Corbyn ólíklegastan til að færa flokknum sigur í næstu þingkosningum. Burnham og Kendall hafa hins vegar sagt opinberlega að engar sannanir séu fyrir því að aðrir flokkar séu að reyna að hafa áhrif á útkomu formannskjörsins. Þá hefur Corbyn sjálfur sagst einungis vilja atkvæði „alvöru stuðningsmanna flokksins“. Corbyn nýtur hins vegar gífurlegra vinsælda sem má að miklu leyti rekja til þess að hann talar gegn hinum ríkustu og fyrir auknum jöfnuði. Auk þess leggur hann megináherslu á að ekki skuli skera niður í ríkisrekstri. Vinsældirnar hafa komið Corbyn í opna skjöldu en hann hugðist í fyrstu ekki einu sinni bjóða sig fram. „Ég býð mig fram í ljósi yfirþyrmandi óska meðlima Verkamannaflokksins sem vildu sjá fjölbreyttari hóp frambjóðenda og alvöru umræðu um framtíð flokksins. Ég býð mig fram til að ljá flokksmönnum rödd,“ sagði Corbyn þegar hann tilkynnti framboð sitt í júní. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Formannskjör í verkamannaflokki Bretlands stendur nú yfir, en það hófst á föstudaginn. Kjörinu lýkur tíunda september næstkomandi og verða úrslitin kynnt tveimur dögum síðar. Kjörið fer fram í kjölfar afsagnar Eds Milibands, fyrrverandi formanns, sem sagði af sér vegna ósigurs flokksins í þingkosningunum í maí síðastliðnum. Á meðan beðið er eftir nýjum formanni gegnir varaformaðurinn, Harriet Harman, formannsembættinu. Frambjóðendurnir sem gefa kost á sér til formanns eru fjórir; Andy Burnham, Jeremy Corbyn, Yvette Cooper og Liz Kendall. Þegar fylgismælingar hófust þótti Burnham vinsælastur, en nafn Corbyn var hvergi að finna í skoðanakönnunum. Nú mælist hann hins vegar með 46 prósenta fylgi, rúmlega tvöfalt meira en Burnham. Hugmyndir Corbyns hafa ekki fengið mikinn hljómgrunn á síðustu árum en hann er ötull talsmaður félagshyggju og þjóðnýtingar. Frá því Tony Blair gegndi formannsembætti hefur flokkurinn fært sig lengra til hægri en nú virðist sem margir hafi fengið nóg og vilji hverfa aftur til vinstri. Frá því kosningabaráttan hófst hefur fjöldi þeirra sem eru á kjörskrá farið úr 200.000 manns og upp í rúm 610.000. Á síðasta degi skráninga einum bættust við um 160.000 manns. Stóraukinn fjöldi kjósenda er umdeildur. Þingmaður flokksins, John Mann, kallaði eftir því að kosningarnar yrðu settar í salt eftir að blaðamaðurinn Toby Young skrifaði grein í dagblaðið Telegraph þar sem hann hvatti kjósendur Íhaldsflokksins til að skrá sig í Verkamannaflokkinn og kjósa Corbyn. Young, líkt og fjöldi stjórnmálaskýrenda í Bretlandi, telur Corbyn ólíklegastan til að færa flokknum sigur í næstu þingkosningum. Burnham og Kendall hafa hins vegar sagt opinberlega að engar sannanir séu fyrir því að aðrir flokkar séu að reyna að hafa áhrif á útkomu formannskjörsins. Þá hefur Corbyn sjálfur sagst einungis vilja atkvæði „alvöru stuðningsmanna flokksins“. Corbyn nýtur hins vegar gífurlegra vinsælda sem má að miklu leyti rekja til þess að hann talar gegn hinum ríkustu og fyrir auknum jöfnuði. Auk þess leggur hann megináherslu á að ekki skuli skera niður í ríkisrekstri. Vinsældirnar hafa komið Corbyn í opna skjöldu en hann hugðist í fyrstu ekki einu sinni bjóða sig fram. „Ég býð mig fram í ljósi yfirþyrmandi óska meðlima Verkamannaflokksins sem vildu sjá fjölbreyttari hóp frambjóðenda og alvöru umræðu um framtíð flokksins. Ég býð mig fram til að ljá flokksmönnum rödd,“ sagði Corbyn þegar hann tilkynnti framboð sitt í júní.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira