Grískur ráðherra segir ljóst að ríkisstjórnin þurfi að fá traustsyfirlýsingu frá þinginu Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2015 23:36 Alexis Tsipras tók við embætti forsætisráðherra Grikklands í janúar síðastliðinn eftir að Syriza vann stórsigur í kosningum og hefur hann staðið í stórræðum síðan. Vísir/AFP Gríska ríkisstjórnin mun líklega fá grískan þingheim til að greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina innan skamms. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Gríski orkumálaráðherrann Panos Skourletis segir það liggja í augum uppi að boða verði til slíkrar atkvæðagreiðslu í kjölfar þess að þriðjungur þingflokks Syriza-flokks Alexis Tsipras forsætisráðherra sat hjá eða greiddi atkvæði gegn samningi grískra stjórnvalda við lánardrottna sína á föstudaginn. Tsipras neyddist til að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna til að ná fram stuðningi við samkomulagið. Vinstrisinnuðustu þingmenn flokksins hafa ekki sýnt nein merki um að þeir muni styðja þær niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir sem Grikklandsstjórn hefur nú heitið að ráðast í í skiptum fyrir 86 milljarða evra lán. Skourletis segir í samtali við Reuters vel mögulegt að boðað verði til þingkosninga, lýsi meirihluti þings yfir vantrausti á stjórn Tsipras. Panagiotis Kouroublis heilbrigðisráðherra hefur einnig látið hafa eftir sér að nýjar kosningar væru góð leið til að ná fram pólitískum stöðugleika í landinu.Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin mun líklega fá grískan þingheim til að greiða atkvæði um traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina innan skamms. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Gríski orkumálaráðherrann Panos Skourletis segir það liggja í augum uppi að boða verði til slíkrar atkvæðagreiðslu í kjölfar þess að þriðjungur þingflokks Syriza-flokks Alexis Tsipras forsætisráðherra sat hjá eða greiddi atkvæði gegn samningi grískra stjórnvalda við lánardrottna sína á föstudaginn. Tsipras neyddist til að reiða sig á stuðning stjórnarandstöðuþingmanna til að ná fram stuðningi við samkomulagið. Vinstrisinnuðustu þingmenn flokksins hafa ekki sýnt nein merki um að þeir muni styðja þær niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir sem Grikklandsstjórn hefur nú heitið að ráðast í í skiptum fyrir 86 milljarða evra lán. Skourletis segir í samtali við Reuters vel mögulegt að boðað verði til þingkosninga, lýsi meirihluti þings yfir vantrausti á stjórn Tsipras. Panagiotis Kouroublis heilbrigðisráðherra hefur einnig látið hafa eftir sér að nýjar kosningar væru góð leið til að ná fram pólitískum stöðugleika í landinu.Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 milljarða evra, eða jafnvirði rúmlega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkiseignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytisstyrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira