Erlent

Sjúkdómurinn breiðist áfram út

Svavar Hávarðsson skrifar
Ferðatakmarkanir hafa ekki verið settar á vegna sjúkdómsins.
Ferðatakmarkanir hafa ekki verið settar á vegna sjúkdómsins. vísir/pjetur
Sóttvarnalæknir vekur athygli á því að bráðalungnabólga af völdum kórónaveiru heldur áfram að breiðast út. Sjúkdómurinn á uppruna sinn á Arabíuskaga og frá upphafi hafa greinst 1.341 tilfelli en af þeim hafa 513 (38%) látist. Hvorki eru til bóluefni né sértæk lyfjameðferð við kórónaveirusýkingunni.

Langflest tilfelli hafa greinst í Sádi-Arabíu eða 1.034. Sjúkdómurinn hefur greinst víða með skýrri tengingu við Arabíuskagann en hann hefur ekki náð að breiðast frekar út í þeim löndum sem hann hefur borist til nema að mjög takmörkuðu leyti.

Einkenni sjúkdómsins geta verið misalvarleg. Sjúklingar sem leita til sjúkrahúsa eru haldnir hita, hrolli, hósta með uppgangi, öndunarerfiðleikum og vöðvaverkjum. Önnur einkenni geta verið hálssærindi, kvef, svimi, uppköst, niðurgangur og kviðverkir.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun ESB (ECDC) mæla ekki með takmörkun á ferðalögum til landa þar sem veikin hefur greinst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×