Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 15:59 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54