Enski boltinn

Schweinsteiger dæmdur í þriggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bastian Schweinsteiger.
Bastian Schweinsteiger. Vísir/Getty
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Manchester United, má ekki taka þátt í næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmdi Þjóðverjann í þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Reid olnbogaskot í hálsinn í leik Manchester United og West Ham á Old Trafford um síðustu helgi.

Atvikið gerist þegar þeir Schweinsteiger og Reid áttust við og börðust um stöðu áður en aukaspyrna var tekin.

Dómarar leiksins sáu ekki atvikið og Schweinsteiger slapp því í leiknum sjálfum. Hann var hinsvegar kærður eftir að myndbandsupptökur sýndu greinilega olnbogaskot.

Schweinsteiger missir af leikjum Manchester United á móti Bournemouth, Norwich City og Stoke City.

Winston Reid varð harðorður eftir leikin og sagði að þetta hafi verið hreint og klárt rautt spjald.

Aganefnd enska sambandsins var greinilega sammála því og næsti leikur Schweinsteiger með Manchester United verður ekki í fyrsta lagi fyrr en á móti Chelsea á Old Trafford 28. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×