Ökumaðurinn er ökukennari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 10:15 Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, segir að ökumaðurinn hafi verið leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Vísir „Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag. Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag.
Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55