Ökumaðurinn er ökukennari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 10:15 Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, segir að ökumaðurinn hafi verið leystur tímabundið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Vísir „Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag. Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
„Hann var leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó,“ segir Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri All Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur þroskaskertu stúlkunnar sem týndist í sjö klukkustundir í gær en kom í leitirnar í bíl fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Hann sinnir engum akstri fyrir okkur á meðan þessu máli stendur.“Sjá einnig: Fannst fyrir utan heimili bílstjórans Sigtryggur segir það hafa verið sameiginleg ákvörðun Strætó, fyrirtækisins og bílstjórans. „Þetta var samkomulag okkar þriggja. Hann kom með þetta sjálfur af fyrrabragði, að meðan það væri verið að skoða þetta,“ segir hann. Bílstjórinn ók stúlkunni úr Fjölbrautarskólanum við Ármúla í Hitt húsið í miðbæ Reykjavíkur um eitt í gær. Hann ók svo með hana í bílnum í nokkra tíma áður en hann lagði bílnum fyrir utan heima hjá sér í lok vinnudags, um fjögur. Aðspurður segir Sigtryggur að bílstjórinn hafi mikla reynslu. Maðurinn er um sjötugt og hefur, að sögn Sigtryggs, reynslu af akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. „Þetta er eldri maður sem hefur mikla reynslu. Vann hjá ferðaþjónustu fatlaðra fyrir tveimur árum og hefur unnið hjá Strætó í mörg ár,“ segir Sigtryggur. „Þetta er mjög hæfur maður,“ fullyrðir hann.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Bílstjórinn ók stúlkunni í Ford Transit 16 sæta bifreið og voru sjö aðrir farþegar í bílnum um umræddri ferð. Farþegunum var svo skipt í tvo hópa þegar komið var fyrir utan Hitt húsið þar sem að lyftan niður í kjallara hússins, þangað sem þau voru að fara, rúmar aðeins fjóra í einu. Það er á meðan öðrum hópnum var fylgt niður sem Sigtryggur segir að stúlkan hafi farið aftur inn í bílinn. Strætó og fulltrúar All Iceland Tours munu funda um málið og stöðu akstursþjónustunnar í dag.
Tengdar fréttir Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00 Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir Einn úr hópi bílstjóranna sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. 4. febrúar 2015 07:00
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. 5. febrúar 2015 07:30
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55