Seðlabankinn varar við gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Werner Faymann, fjármálaráðherra Austurríkis, ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í gær. Faymann telur að Evrópuríki verði að standa við bakið á vinum sínum. NordicPhotos/afp Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim. Grikkland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim.
Grikkland Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira