Erlent

Ekkert til að bjóða flóttafólki

Stefán Rafn Stefánsson skrifar
Meiri áhrif. Þingflokkur þjóðernissinna mun fá um milljón evrur á ári frá ESB.
Meiri áhrif. Þingflokkur þjóðernissinna mun fá um milljón evrur á ári frá ESB. Fréttablaðið/AFP
Þjóðernisflokkar á Evrópuþinginu náðu í gær samkomulagi um stofnun þingflokks á þinginu.

Það voru Marine Le-Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Geert Wilders, leiðtogi hollenska Frelsisflokksins, sem fóru fyrir viðræðum um stofnun nýja þingflokksins sem kallast Evrópa þjóða og frelsis.

„Í dag er D-dagur,“ sagði Geert Wilders í samtali við blaðamenn. „Í dag er upphafið að frelsi okkar,“ sagði hann.

Le Pen verður annar þingflokksformanna flokksins en hún sagði fjölmiðlum að þau ætluðu að verja hagsmuni Evrópubúa. Hún sagði að Evrópa hefði ekkert að bjóða flóttafólki og upplausn evrunnar væri skynsamlegasta lausnin við efnahagsvanda Evrópu.

Með því að ná saman um stofnun þingflokks á Evrópuþinginu munu þjóðernissinnar auka vægi sitt til muna. Til dæmis munu þau fá rúmlega eina milljón evra í styrk frá þinginu og sæti á fundum þingflokksformanna sem hafa dagskrárvald á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×