Loksins farinn að æfa aukalega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 06:15 Sigurður Egill Lárusson Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira