Cameron mun standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. maí 2015 10:00 Cameron sagðist meðal annars ætla að standa við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem Bretum stæði til boða að ganga úr Evrópusambandinu. .Nordicphotos/AFP David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, gekk í gærmorgun á fund Elísabetar drottningar til að upplýsa hana um sigur sinn í þingkosningunum á fimmtudag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta og þarf ekki á samstarfsflokki að halda næsta kjörtímabilið. Í sigurávarpi sínu sagðist hann meðal annars ætla að standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan beið hins vegar afhroð. Leiðtogar Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Breska sjálfstæðisflokksins, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage, sögðu af sér hver á fætur öðrum. „Ég tek fulla og alla ábyrgð á niðurstöðunni og ósigri okkar í þessum kosningum,“ sagði Miliband þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn myndi tapa tugum þingmanna. Hann sagðist vilja segja af sér án tafar vegna þess að flokkurinn þurfi að hefja opnar og hreinskilnar umræður um framhaldið, og skýrði jafnframt frá því að Harriet Harman varaleiðtogi tæki við af honum til bráðabirgða, þangað til nýr leiðtogi yrði kjörinn. „Baráttan heldur áfram,“ sagði Miliband í ávarpi sínu til flokksmanna og fullyrti að Bretland þyrfti nauðsynlega á sterkum Verkamannaflokki að halda. Nick Clegg sagði sömuleiðis af sér strax í gærmorgun og sagðist bera fulla ábyrgð á tapi Frjálslynda flokksins, sem hrundi bókstaflega í fylgi eftir að hafa verið eitt kjörtímabil í ríkisstjórn með Cameron. Flokkurinn fékk ekki nema átta þingsæti á 650 manna þjóðþingi Bretlands, og hefur aldrei haft jafn fáa þingmenn frá stofnun flokksins fyrir tæpum þremur áratugum. Lægst fóru Frjálslyndir í 20 þingmenn árið 1992 og var flokkurinn þá með 18 prósent fylgi, en náði ekki nema 7,8 prósenta fylgi nú. Clegg reyndi þó að bera sig mannalega og sagði engan vafa leika á því að stjórnarþátttakan hafi orðið til þess að Bretland sé nú „miklu sterkara, sanngjarnara, grænna og frjálslyndara en það var fyrir fimm árum“. Nigel Farage, hinn skrautlegi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), beið heldur ekki boðanna og sagði af sér þegar ljóst var að hann sjálfur kæmist ekki á þing í kjördæmi sínu. „Ég er maður orða minna,“ sagði hann og vísaði til loforðs um að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri. Flokkur hans vann samt töluverðan sigur með því að ná 12,6 prósenta fylgi, en sá sigur skilaði flokknum ekki nema einum þingmanni. Það er samt meiri árangur en áður því þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn nær manni inn á þingið í Bretlandi. Farage situr hins vegar á Evrópuþinginu og heldur vafalaust ótrauður áfram baráttu sinni gegn Evrópusambandinu. Stórsigur Skoska þjóðarflokksins, sem bætti við sig 50 þingmönnum og rústaði Verkamannaflokknum í Skotlandi, dugar ekki til að koma flokknum í þá lykilstöðu sem skoðanakannanir höfðu bent til, þar sem Íhaldsflokkurinn situr nú einn að völdum á breska þinginu með hreinan meirihluta. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, gekk í gærmorgun á fund Elísabetar drottningar til að upplýsa hana um sigur sinn í þingkosningunum á fimmtudag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta og þarf ekki á samstarfsflokki að halda næsta kjörtímabilið. Í sigurávarpi sínu sagðist hann meðal annars ætla að standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan beið hins vegar afhroð. Leiðtogar Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Breska sjálfstæðisflokksins, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage, sögðu af sér hver á fætur öðrum. „Ég tek fulla og alla ábyrgð á niðurstöðunni og ósigri okkar í þessum kosningum,“ sagði Miliband þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn myndi tapa tugum þingmanna. Hann sagðist vilja segja af sér án tafar vegna þess að flokkurinn þurfi að hefja opnar og hreinskilnar umræður um framhaldið, og skýrði jafnframt frá því að Harriet Harman varaleiðtogi tæki við af honum til bráðabirgða, þangað til nýr leiðtogi yrði kjörinn. „Baráttan heldur áfram,“ sagði Miliband í ávarpi sínu til flokksmanna og fullyrti að Bretland þyrfti nauðsynlega á sterkum Verkamannaflokki að halda. Nick Clegg sagði sömuleiðis af sér strax í gærmorgun og sagðist bera fulla ábyrgð á tapi Frjálslynda flokksins, sem hrundi bókstaflega í fylgi eftir að hafa verið eitt kjörtímabil í ríkisstjórn með Cameron. Flokkurinn fékk ekki nema átta þingsæti á 650 manna þjóðþingi Bretlands, og hefur aldrei haft jafn fáa þingmenn frá stofnun flokksins fyrir tæpum þremur áratugum. Lægst fóru Frjálslyndir í 20 þingmenn árið 1992 og var flokkurinn þá með 18 prósent fylgi, en náði ekki nema 7,8 prósenta fylgi nú. Clegg reyndi þó að bera sig mannalega og sagði engan vafa leika á því að stjórnarþátttakan hafi orðið til þess að Bretland sé nú „miklu sterkara, sanngjarnara, grænna og frjálslyndara en það var fyrir fimm árum“. Nigel Farage, hinn skrautlegi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), beið heldur ekki boðanna og sagði af sér þegar ljóst var að hann sjálfur kæmist ekki á þing í kjördæmi sínu. „Ég er maður orða minna,“ sagði hann og vísaði til loforðs um að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri. Flokkur hans vann samt töluverðan sigur með því að ná 12,6 prósenta fylgi, en sá sigur skilaði flokknum ekki nema einum þingmanni. Það er samt meiri árangur en áður því þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn nær manni inn á þingið í Bretlandi. Farage situr hins vegar á Evrópuþinginu og heldur vafalaust ótrauður áfram baráttu sinni gegn Evrópusambandinu. Stórsigur Skoska þjóðarflokksins, sem bætti við sig 50 þingmönnum og rústaði Verkamannaflokknum í Skotlandi, dugar ekki til að koma flokknum í þá lykilstöðu sem skoðanakannanir höfðu bent til, þar sem Íhaldsflokkurinn situr nú einn að völdum á breska þinginu með hreinan meirihluta.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira