Cameron mun standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. maí 2015 10:00 Cameron sagðist meðal annars ætla að standa við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem Bretum stæði til boða að ganga úr Evrópusambandinu. .Nordicphotos/AFP David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, gekk í gærmorgun á fund Elísabetar drottningar til að upplýsa hana um sigur sinn í þingkosningunum á fimmtudag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta og þarf ekki á samstarfsflokki að halda næsta kjörtímabilið. Í sigurávarpi sínu sagðist hann meðal annars ætla að standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan beið hins vegar afhroð. Leiðtogar Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Breska sjálfstæðisflokksins, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage, sögðu af sér hver á fætur öðrum. „Ég tek fulla og alla ábyrgð á niðurstöðunni og ósigri okkar í þessum kosningum,“ sagði Miliband þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn myndi tapa tugum þingmanna. Hann sagðist vilja segja af sér án tafar vegna þess að flokkurinn þurfi að hefja opnar og hreinskilnar umræður um framhaldið, og skýrði jafnframt frá því að Harriet Harman varaleiðtogi tæki við af honum til bráðabirgða, þangað til nýr leiðtogi yrði kjörinn. „Baráttan heldur áfram,“ sagði Miliband í ávarpi sínu til flokksmanna og fullyrti að Bretland þyrfti nauðsynlega á sterkum Verkamannaflokki að halda. Nick Clegg sagði sömuleiðis af sér strax í gærmorgun og sagðist bera fulla ábyrgð á tapi Frjálslynda flokksins, sem hrundi bókstaflega í fylgi eftir að hafa verið eitt kjörtímabil í ríkisstjórn með Cameron. Flokkurinn fékk ekki nema átta þingsæti á 650 manna þjóðþingi Bretlands, og hefur aldrei haft jafn fáa þingmenn frá stofnun flokksins fyrir tæpum þremur áratugum. Lægst fóru Frjálslyndir í 20 þingmenn árið 1992 og var flokkurinn þá með 18 prósent fylgi, en náði ekki nema 7,8 prósenta fylgi nú. Clegg reyndi þó að bera sig mannalega og sagði engan vafa leika á því að stjórnarþátttakan hafi orðið til þess að Bretland sé nú „miklu sterkara, sanngjarnara, grænna og frjálslyndara en það var fyrir fimm árum“. Nigel Farage, hinn skrautlegi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), beið heldur ekki boðanna og sagði af sér þegar ljóst var að hann sjálfur kæmist ekki á þing í kjördæmi sínu. „Ég er maður orða minna,“ sagði hann og vísaði til loforðs um að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri. Flokkur hans vann samt töluverðan sigur með því að ná 12,6 prósenta fylgi, en sá sigur skilaði flokknum ekki nema einum þingmanni. Það er samt meiri árangur en áður því þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn nær manni inn á þingið í Bretlandi. Farage situr hins vegar á Evrópuþinginu og heldur vafalaust ótrauður áfram baráttu sinni gegn Evrópusambandinu. Stórsigur Skoska þjóðarflokksins, sem bætti við sig 50 þingmönnum og rústaði Verkamannaflokknum í Skotlandi, dugar ekki til að koma flokknum í þá lykilstöðu sem skoðanakannanir höfðu bent til, þar sem Íhaldsflokkurinn situr nú einn að völdum á breska þinginu með hreinan meirihluta. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, gekk í gærmorgun á fund Elísabetar drottningar til að upplýsa hana um sigur sinn í þingkosningunum á fimmtudag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta og þarf ekki á samstarfsflokki að halda næsta kjörtímabilið. Í sigurávarpi sínu sagðist hann meðal annars ætla að standa við boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan beið hins vegar afhroð. Leiðtogar Verkamannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Breska sjálfstæðisflokksins, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage, sögðu af sér hver á fætur öðrum. „Ég tek fulla og alla ábyrgð á niðurstöðunni og ósigri okkar í þessum kosningum,“ sagði Miliband þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn myndi tapa tugum þingmanna. Hann sagðist vilja segja af sér án tafar vegna þess að flokkurinn þurfi að hefja opnar og hreinskilnar umræður um framhaldið, og skýrði jafnframt frá því að Harriet Harman varaleiðtogi tæki við af honum til bráðabirgða, þangað til nýr leiðtogi yrði kjörinn. „Baráttan heldur áfram,“ sagði Miliband í ávarpi sínu til flokksmanna og fullyrti að Bretland þyrfti nauðsynlega á sterkum Verkamannaflokki að halda. Nick Clegg sagði sömuleiðis af sér strax í gærmorgun og sagðist bera fulla ábyrgð á tapi Frjálslynda flokksins, sem hrundi bókstaflega í fylgi eftir að hafa verið eitt kjörtímabil í ríkisstjórn með Cameron. Flokkurinn fékk ekki nema átta þingsæti á 650 manna þjóðþingi Bretlands, og hefur aldrei haft jafn fáa þingmenn frá stofnun flokksins fyrir tæpum þremur áratugum. Lægst fóru Frjálslyndir í 20 þingmenn árið 1992 og var flokkurinn þá með 18 prósent fylgi, en náði ekki nema 7,8 prósenta fylgi nú. Clegg reyndi þó að bera sig mannalega og sagði engan vafa leika á því að stjórnarþátttakan hafi orðið til þess að Bretland sé nú „miklu sterkara, sanngjarnara, grænna og frjálslyndara en það var fyrir fimm árum“. Nigel Farage, hinn skrautlegi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), beið heldur ekki boðanna og sagði af sér þegar ljóst var að hann sjálfur kæmist ekki á þing í kjördæmi sínu. „Ég er maður orða minna,“ sagði hann og vísaði til loforðs um að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri. Flokkur hans vann samt töluverðan sigur með því að ná 12,6 prósenta fylgi, en sá sigur skilaði flokknum ekki nema einum þingmanni. Það er samt meiri árangur en áður því þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn nær manni inn á þingið í Bretlandi. Farage situr hins vegar á Evrópuþinginu og heldur vafalaust ótrauður áfram baráttu sinni gegn Evrópusambandinu. Stórsigur Skoska þjóðarflokksins, sem bætti við sig 50 þingmönnum og rústaði Verkamannaflokknum í Skotlandi, dugar ekki til að koma flokknum í þá lykilstöðu sem skoðanakannanir höfðu bent til, þar sem Íhaldsflokkurinn situr nú einn að völdum á breska þinginu með hreinan meirihluta.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira