Erlent

Þúsundir mæta til að mótmæla

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Nýjar höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu sem á að opna á miðvikudag hafa verið girtar af.
Nýjar höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu sem á að opna á miðvikudag hafa verið girtar af. Fréttablaðið/EPA
Búist er við að þúsundir taki þátt í mótmælum sem boðuð hafa verið í Frankfurt í Þýskalandi í tengslum við formlega opnun nýrra höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu á miðvikudag.

Boðuð mótmæli eru haldin undir yfirskriftinni „Blockupy!“ og hefur lögregla hafið viðbúnað í Frankfurt vegna þessa.

Mótmælendur eru sagðir setja sig upp á móti aðhaldssömum efnahagsaðgerðum sem bankinn þrýsti á um í Evrópulöndum. Boðuð mótmæli koma í kjölfar mótmæla á Kýpur sem haldin voru þegar framkvæmdastjórn seðlabankans kom þar saman til fundar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×