Segir kjarnorkukapphlaup vera yfirvofandi guðsteinn bjarnason skrifar 4. mars 2015 07:15 Benjamín Netanjahú varar bandaríska þingmenn við því að gera samninga við Íran um kjarnorkumál. fréttablaðið/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína á Bandaríkjaþingi í gær með því að segja að sér þætti leitt hve umdeild hún hafi orðið. Hann hafi alls ekki ætlað sér að vera „pólitískur“. Síðan þakkaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir allt það „sem hann hefur gert fyrir Ísrael“. Meginefni ræðunnar fór þó í að reyna að útskýra fyrir bandarískum þingmönnum hve mikil mistök það yrðu ef Bandaríkin gerðu samkomulag við Íran um kjarnorkumál. „Þessi samningur mun ekki gera Íran að betra landi, heldur verra,“ sagði hann og fullyrti að í kjölfarið muni hefjast kjarnorkukapphlaup í Mið-Austurlöndum. Hann talaði í tæpa klukkustund og hlaut langvarandi lófaklapp frá þingheimi þegar hann lauk máli sínu. Tugir þingmanna voru fjarverandi, flestir þeirra demókratar, en aðstoðarmenn þingmanna voru hvattir til þess að setjast í auð sæti þannig að Netanjahú þyrfti ekki að horfa yfir hálftóman þingsal. Obama forseti mætti ekki heldur. Þetta mun vera í þriðja sinn sem Netanjahú ávarpar Bandaríkjaþing, en til þessa hafði Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verið eini erlendi þjóðarleiðtoginn sem hafði orðið þess heiðurs aðnjótandi. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína á Bandaríkjaþingi í gær með því að segja að sér þætti leitt hve umdeild hún hafi orðið. Hann hafi alls ekki ætlað sér að vera „pólitískur“. Síðan þakkaði hann Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir allt það „sem hann hefur gert fyrir Ísrael“. Meginefni ræðunnar fór þó í að reyna að útskýra fyrir bandarískum þingmönnum hve mikil mistök það yrðu ef Bandaríkin gerðu samkomulag við Íran um kjarnorkumál. „Þessi samningur mun ekki gera Íran að betra landi, heldur verra,“ sagði hann og fullyrti að í kjölfarið muni hefjast kjarnorkukapphlaup í Mið-Austurlöndum. Hann talaði í tæpa klukkustund og hlaut langvarandi lófaklapp frá þingheimi þegar hann lauk máli sínu. Tugir þingmanna voru fjarverandi, flestir þeirra demókratar, en aðstoðarmenn þingmanna voru hvattir til þess að setjast í auð sæti þannig að Netanjahú þyrfti ekki að horfa yfir hálftóman þingsal. Obama forseti mætti ekki heldur. Þetta mun vera í þriðja sinn sem Netanjahú ávarpar Bandaríkjaþing, en til þessa hafði Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verið eini erlendi þjóðarleiðtoginn sem hafði orðið þess heiðurs aðnjótandi.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira