Myrtur eftir PEGIDA-fund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2015 08:00 Fjöldi þeirra sem styðja samtökin hefur farið stigvaxandi frá stofnun þeirra. Hið sama má segja um fjölda andstæðinga þeirra. vísir/ap Í kjölfar árásanna í París í síðustu viku birtust rótarskot hreyfingarinnar víðs vegar um Evrópu. Meðlimir hreyfingarinnar hafa látið andúð sína á íslam í ljós á hverjum mánudegi síðan í október og hafa aldrei verið fleiri en síðasta mánudag. Helsta vígi samtakanna er í Dresden en morguninn eftir síðasta fund þar í borg fannst tvítugur erítreskur hælisleitandi stunginn til bana. Maðurinn fannst látinn skammt frá heimili sínu á þriðjudagsmorgni. Hann hafði hlotið stungusár á hálsi og brjósti sem drógu hann til dauða. Lögreglurannsókn hófst á miðvikudag og munu ríflega tuttugu lögreglumenn annast hana. Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes (PEGIDA), eða Þjóðræknir Evrópubúar gegn auknum áhrifum íslams á Vesturlöndum eins og það útleggst á hinu ylhýra, eru samtök sem stofnuð voru í október síðastliðnum í Dresden í Þýskalandi. Á fyrsta fund samtakanna í október mættu um 350 manns en á mánudag er talið að minnst 25.000 manns hafi verið samankomnir í Dresden. Fundir fóru einnig fram víðar um Þýskaland og telja yfirvöld að yfir 100.000 hafi sýnt málstaðnum stuðning. Í Leipzig voru um fjögur þúsund manns samankomin en í Berlín mættu aðeins um fjögur hundruð og hópurinn í München var enn fámennari. Á öllum þessum stöðum voru allt að tífalt stærri hópar komnir saman sem mótmæltu afstöðu PEGIDA.Teygir anga sína um álfuna Á samskiptamiðlinum Facebook má finna rótarskot samtakanna í mörgum löndum Evrópu, til að mynda í Sviss, á Íslandi og í Danmörku. „Við höfum fylgst með þýsku hreyfingunni í umtalsverða stund og séð að hún er jákvæð og friðsamleg,“ segir Nicolai Sennels, stofnandi PEGIDA í Danmörku. Fyrsta gangan í Kaupmannahöfn mun fara fram næstkomandi mánudag. Sennels segist hafa verið í sambandi við lögregluyfirvöld og þau hafi fullvissað hann um að meðlimum verði engin hætta búin af öfgafullum vinstrimönnum. Jafnframt hefur verið tekið fram að rasistar og nýnasistar séu ekki velkomnir í gönguna. „Allir sem ráðast gegn múslimum eða moskum munu verða sóttir til saka og látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sem kanslari þessa lands mun ég verja múslima sem best ég get,“ segir Angela Merkel. Borið hefur á óánægju innan hennar eigin flokks, Kristilegra demókrata, sem telja að hún hafi menningu og uppruna Þýskalands ekki í nógu miklum hávegum. Um heim allan fylgist fólk með litlum hluta Þjóðverja daðra við söguna og vona að sömu mistök endurtaki sig ekki. Tengdar fréttir Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00 Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00 Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30 Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15 Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Í kjölfar árásanna í París í síðustu viku birtust rótarskot hreyfingarinnar víðs vegar um Evrópu. Meðlimir hreyfingarinnar hafa látið andúð sína á íslam í ljós á hverjum mánudegi síðan í október og hafa aldrei verið fleiri en síðasta mánudag. Helsta vígi samtakanna er í Dresden en morguninn eftir síðasta fund þar í borg fannst tvítugur erítreskur hælisleitandi stunginn til bana. Maðurinn fannst látinn skammt frá heimili sínu á þriðjudagsmorgni. Hann hafði hlotið stungusár á hálsi og brjósti sem drógu hann til dauða. Lögreglurannsókn hófst á miðvikudag og munu ríflega tuttugu lögreglumenn annast hana. Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes (PEGIDA), eða Þjóðræknir Evrópubúar gegn auknum áhrifum íslams á Vesturlöndum eins og það útleggst á hinu ylhýra, eru samtök sem stofnuð voru í október síðastliðnum í Dresden í Þýskalandi. Á fyrsta fund samtakanna í október mættu um 350 manns en á mánudag er talið að minnst 25.000 manns hafi verið samankomnir í Dresden. Fundir fóru einnig fram víðar um Þýskaland og telja yfirvöld að yfir 100.000 hafi sýnt málstaðnum stuðning. Í Leipzig voru um fjögur þúsund manns samankomin en í Berlín mættu aðeins um fjögur hundruð og hópurinn í München var enn fámennari. Á öllum þessum stöðum voru allt að tífalt stærri hópar komnir saman sem mótmæltu afstöðu PEGIDA.Teygir anga sína um álfuna Á samskiptamiðlinum Facebook má finna rótarskot samtakanna í mörgum löndum Evrópu, til að mynda í Sviss, á Íslandi og í Danmörku. „Við höfum fylgst með þýsku hreyfingunni í umtalsverða stund og séð að hún er jákvæð og friðsamleg,“ segir Nicolai Sennels, stofnandi PEGIDA í Danmörku. Fyrsta gangan í Kaupmannahöfn mun fara fram næstkomandi mánudag. Sennels segist hafa verið í sambandi við lögregluyfirvöld og þau hafi fullvissað hann um að meðlimum verði engin hætta búin af öfgafullum vinstrimönnum. Jafnframt hefur verið tekið fram að rasistar og nýnasistar séu ekki velkomnir í gönguna. „Allir sem ráðast gegn múslimum eða moskum munu verða sóttir til saka og látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sem kanslari þessa lands mun ég verja múslima sem best ég get,“ segir Angela Merkel. Borið hefur á óánægju innan hennar eigin flokks, Kristilegra demókrata, sem telja að hún hafi menningu og uppruna Þýskalands ekki í nógu miklum hávegum. Um heim allan fylgist fólk með litlum hluta Þjóðverja daðra við söguna og vona að sömu mistök endurtaki sig ekki.
Tengdar fréttir Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00 Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00 Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30 Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15 Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Mótmæli gegn mótmælum Tugir þúsunda héldu út á götur Þýskalands í gær til þess að lýsa andstöðu við PEGIDA-hreyfinguna, sem einnig efndi til sinna vikulegu mótmæla gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þangað mættu líka tugir þúsunda. 13. janúar 2015 07:00
Umfangsmikil mótmæli í Þýskalandi Um átján þúsund manns mættu á fjöldafund í Dresden í Þýskalandi í gærkvöldi, sem skipulagður var af PEGIDA, samtökum sem berjast gegn íslamvæðingu Evrópu. 6. janúar 2015 20:00
Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Sívaxandi fjöldi hefur tekið þátt í vikulegum mótmælum samtaka gegn "íslamsvæðingu Vesturlanda“ í Þýskalandi. 3. janúar 2015 06:30
Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Stjórnvöld, stórfyrirtæki og kirkjuyfirvöld í borgum Þýskalands höfðu á mánudagskvöldið slökkt á lýsingum og flóðljósum stærri bygginga til þess að myrkur hvíldi yfir mótmælum PEGIDA-hreyfingarinnar, sem berst gegn „íslamsvæðingu“. 7. janúar 2015 11:15
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14