Erlent

Nazarbajev endurkjörinn með 97,5 prósent atkvæða

Atli Ísleifsson skrifar
Nazarbajev hefur stýrt landinu frá árinu 1989.
Nazarbajev hefur stýrt landinu frá árinu 1989. Vísir/AFP
Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans, var endurkjörinn með 97,5 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru í dag.

Að sögn kjörnefndar var kosningaþátttaka 95,11 prósent sem ku vera met. Fjölmargir hafa gagnrýnt kosningarnar og segja þær meingallaðar og ólýðræðislegar.

Nazarbajev hefur stýrt landinu frá árinu 1989, en í kosningunum 2011 hlaut hann 96 prósent atkvæða.

Stjórnarandstaðan bauð ekki fram í kosningunum heldur voru aðrir frambjóðendur yfirlýstir stuðningsmenn forsetans. Þannig fékk Turgun Syzdykov 1,8 prósent atkvæða og Abelgazy 0,63 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×