„Það er á ábyrgð okkar allra að #freethenipple-átakið snúist ekki upp í andhverfu sína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2015 13:24 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir er afar ánægð með dag geirvörtunnar sem haldinn var í gær. Vísir Það fór vart framhjá neinum að íslenskar stúlkur héldu í gær upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land fengu brjóst að njóta sín til hins ýtrasta, sem og á samfélagsmiðlum, auk þess sem hópur stúlkna fór berbrjósta í sund í gærkvöldi. Erfitt er að meta hversu margar konur birtu myndir af sér berum að ofan í gær og í fyrradag en ætla má að þær skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Markmiðið með myndbirtingunum var meðal annars að segja hefndarklámi stríð á hendur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, er ein þeirra sem hefur unnið ötullega að því að fræða börn, unglinga og foreldra um hefndarklám og er hún afar ánægð með dag geirvörtunnar. Hún er í miðri fyrirlestrarröð sem stendur fram í júní og er stödd á Akureyri, þar sem hún hélt fimm fyrirlestra fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, foreldra og kennara í gær. „Ég er afskaplega stolt og hrærð yfir því að það hafi tekist þarna fjöldahreyfing um það að líkaminn sé dásamlegt fyrirbæri sem við getum borið höfuðið hátt gagnvart.“ Hún segist samgleðjast öllum þeim sem upplifðu einhvers konar valdeflingu í tengslum við dag geirvörtunnar og öllum þeim hefndarklámsbrotaþolum sem hafa lent í því að brjóstamyndir af þeim voru notaðar gegn þeim og urðu að einhvers konar vopni.Boltanum var hent á loft í gær „Það eina sem ég vona að gerist ekki er að þetta verði olía á eld fólks sem vill snúa átakinu upp í andhverfu sína. Ef að það gerist að nektarmyndir verða notaðar á annan veg en þeim var ætlað þá hvet ég samfélagið til að takast á við það sameiginlega. Ég var rétt í þessu að ljúka heimsókn í kynjafræðitíma í VMA og við ræddum um að í gær hefði boltanum verið hent á loft af ótal hugrökkum konum sem vilja skora hlutgervingu og misrétti á hólm." Þórdís segir að það sé nú á ábyrgð sem samfélags að grípa þennan bolta og standa með þessum konum alla leið. „Ef einhverjir skemmdarvargar misnota þessar myndir og dreifa þeim yfir á vefsíður sem einkennast af drusluskömmun og kvenfyrirlitningu, þá er okkar ábyrgð að leyfa þeim ekki að snúa átakinu upp í andhverfu sína. Við þurfum að hafna þeirri hugmynd að nekt sé niðurlægjandi eða auðmýkjandi fyrirbæri sem nota má gegn annarri manneskju. Krafturinn í samtakamættinum er ómetanlegur og blæs mér bjartsýni í brjóst, í orðsins fyllstu merkingu. Bæði brjóstin, meira að segja.“ Tengdar fréttir Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56 „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 „Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Það fór vart framhjá neinum að íslenskar stúlkur héldu í gær upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land fengu brjóst að njóta sín til hins ýtrasta, sem og á samfélagsmiðlum, auk þess sem hópur stúlkna fór berbrjósta í sund í gærkvöldi. Erfitt er að meta hversu margar konur birtu myndir af sér berum að ofan í gær og í fyrradag en ætla má að þær skipti hundruðum, ef ekki þúsundum. Markmiðið með myndbirtingunum var meðal annars að segja hefndarklámi stríð á hendur. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, er ein þeirra sem hefur unnið ötullega að því að fræða börn, unglinga og foreldra um hefndarklám og er hún afar ánægð með dag geirvörtunnar. Hún er í miðri fyrirlestrarröð sem stendur fram í júní og er stödd á Akureyri, þar sem hún hélt fimm fyrirlestra fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur, foreldra og kennara í gær. „Ég er afskaplega stolt og hrærð yfir því að það hafi tekist þarna fjöldahreyfing um það að líkaminn sé dásamlegt fyrirbæri sem við getum borið höfuðið hátt gagnvart.“ Hún segist samgleðjast öllum þeim sem upplifðu einhvers konar valdeflingu í tengslum við dag geirvörtunnar og öllum þeim hefndarklámsbrotaþolum sem hafa lent í því að brjóstamyndir af þeim voru notaðar gegn þeim og urðu að einhvers konar vopni.Boltanum var hent á loft í gær „Það eina sem ég vona að gerist ekki er að þetta verði olía á eld fólks sem vill snúa átakinu upp í andhverfu sína. Ef að það gerist að nektarmyndir verða notaðar á annan veg en þeim var ætlað þá hvet ég samfélagið til að takast á við það sameiginlega. Ég var rétt í þessu að ljúka heimsókn í kynjafræðitíma í VMA og við ræddum um að í gær hefði boltanum verið hent á loft af ótal hugrökkum konum sem vilja skora hlutgervingu og misrétti á hólm." Þórdís segir að það sé nú á ábyrgð sem samfélags að grípa þennan bolta og standa með þessum konum alla leið. „Ef einhverjir skemmdarvargar misnota þessar myndir og dreifa þeim yfir á vefsíður sem einkennast af drusluskömmun og kvenfyrirlitningu, þá er okkar ábyrgð að leyfa þeim ekki að snúa átakinu upp í andhverfu sína. Við þurfum að hafna þeirri hugmynd að nekt sé niðurlægjandi eða auðmýkjandi fyrirbæri sem nota má gegn annarri manneskju. Krafturinn í samtakamættinum er ómetanlegur og blæs mér bjartsýni í brjóst, í orðsins fyllstu merkingu. Bæði brjóstin, meira að segja.“
Tengdar fréttir Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56 „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00 Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25 Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49 „Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Berbrjósta í lauginni Þrjár íslenskar stúlkur stóðu fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld en hvöttu þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum. 26. mars 2015 21:56
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45
Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson tókust á um #FreeTheNipple herferðina í morgun. 27. mars 2015 12:00
Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter. 26. mars 2015 17:25
Birti mynd af pungnum á sér: „Þetta bull um einhverja femínistasamstöðu er í besta falli hallærislegt“ Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er ekki hrifinn af Free the Nipple-herferðinni. 26. mars 2015 21:12
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50
Brjóstamyndirnar komnar á Deildu Einn notandi Deildu.net hefur deilt myndum af íslenskum berbrjósta konum og hafa nú þegar notendur síðunnar byrjað að hala efninu niður. 26. mars 2015 20:49
„Það munu alltaf vera til dónakarlar“ Þingmaðurinn Björt Ólafsdóttir hefur mikla trú á komandi kynslóðum. 27. mars 2015 13:12