Lífið

Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hópurinn fyrir framan þinghúsið.
Hópurinn fyrir framan þinghúsið. mynd/andri sigurður haraldsson
Íslenskar stúlkur halda í dag upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land hafa brjóst fengið að njóta sín til hins ítrasta. Hið sama má segja um samfélagsmiðla þar sem vart er þverfótað fyrir brjóstum af öllum stærðum og gerðum.

Hópur stúlkna úr Kvennaskólanum í Reykjavík gekk nú fyrir skemmstu fylktu liði berbrjósta um miðbæinn til að taka þátt í deginum.

„Við vorum bara að koma aftur í hús,“ segir Embla Huld Þorleifsdóttir, nemi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún gekk niður Bankastrætið ásamt þrettán öðrum stúlkum og allar áttu þær sameiginlegt að flagga brjóstunum. 

„Við vorum, eins og allir, búnar að fylgjast með umræðunni á Twitter og netinu og ákváðum að taka þetta skrefinu lengra. Við röltum úr skólanum, eftir Þingholtsstrætinu, niður Bankastrætið og enduðum að fara á Lækjartorg og fyrir framan þinghúsið.“Aðspurð segir hún að þeim hafi ekki orðið kalt enda hafi sólin byrjað að skína fyrir skemmstu. 

„Okkur var tekið rosalega vel. Konur komu út í glugga og öskruðu á okkur, ein hljóp út og beraði sig með okkur, bílar hægðu á sér og margir tóku myndir. Að vísu var ein sem púaði á okkur en hún var í miklum minnihluta,“ segir Embla Huld.

Þetta er það besta sem ég hef gert! # freethenipple

A photo posted by Embla Huld Þorleifssóttir (@emblahuld) on


Tengdar fréttir

Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með

Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.