Lífið

„Það munu alltaf vera til dónakarlar“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Guð hvað ég verð fegin og örugg þegar þessi kynslóð fer að stjórna Íslandi.“
"Guð hvað ég verð fegin og örugg þegar þessi kynslóð fer að stjórna Íslandi.“ Vísir/Pjetur
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir síðastliðinn sólarhring hafa verið rússíbana. Björt er ein þeirra sem tók þátt í #FreeTheNipple byltingunni og ein hinna fjölmörgu sem birti brjóstamynd af sér á Twitter af því tilefni.

Björt segir í opinni færslu á Facebook í dag að byltingin, sem ungir femínistar hófu í vikunni, hafi ekki aðeins fært henni birtu og yl í brjóst heldur óbilandi trú á kynslóðum framtíðarinnar.

Blómlega byltingin #FreeTheNipple sem ungir femínistar hófu í vikunni hefur ekki bara fært mér birtu og yl í brjóst (!)...

Posted by Björt Ólafsdóttir on Friday, March 27, 2015
„Þetta horfir allt til betri vegar. Guð hvað ég verð fegin og örugg þegar þessi kynslóð fer að stjórna Íslandi. Og það má ég þakka upplýstu og femínísku uppeldi foreldra þeirra sem ég skil að horfi með ákveðnum ótta upp á sínar dætur og drengi taka risastórt hugrekkis stökk,“ segir Björt.

Auðvitað sé hræðsla um að þau lendi mögulega ekki á fótunum en það væri tvískinningur og vond skilaboð til þeirra að kippa þeim til baka núna þegar þau séu að eflast.

„Það munu alltaf vera til dónakarlar sem munu reyna að taka sér pláss og meiða. Þeir geta minna meitt og stjórnað samfélagsviðmiðum ef konunum er bara drullusama um þeirra rúnk einhverstaðar. Það er pönkið krakkar! Það er sjálfstraustið sem þær fá sem er svo frelsandi. Svo munu þessir krakkar bara ráða hvort annað í vinnu, höfum ekki áhyggjur af því.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.