Lífið

Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björt Ólafsdóttir tekur þátt í byltingunni.
Björt Ólafsdóttir tekur þátt í byltingunni. Vísir/Anton
Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er ein hinna fjölmörgu sem birt hafa brjóstamynd af sér á Twitter til stuðnings konum sem vilja fá að vera berar að ofan á myndum, rétt eins og karlar. Það komi kynþokka ekkert við.

„Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ skrifar Björt við myndina sem hún birti.

Hundruðir, bæði karlar og konur, hafa birti myndir af sér til stuðnings því sem mætti helst kalla byltingu. Hana má rekja til brjóstamyndar sem nemandi í Verzlunarskóla Íslands birti á Twitter í gærkvöldi. Hlaut hún bágt fyrir hjá öðrum Twitter notanda í dag og hefur mikill fjöldi fólks sýnt nemendanum stuðning sinn í verki.

Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er ein þeirra en hún birti brjóstamynd af sér á Instagram líkt og Vísir greindi frá fyrr í kvöld.

Femínistafélag Háskóla Íslands stendur fyrir Free the Nipple-degi á morgun og sömuleiðis ætla nemendur í Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík að halda daginn hátíðlegan.

„Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×