Lífið

Hildur Sverrisdóttir tekur þátt í frelsun geirvörtunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Sverrisdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur þátt í frelsun geirvörtunnar eða #freethenipple með því að birta mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter.

Íslenskar stúlkur halda í dag upp á dag geirvörtunnar. Í skólum víða um land hafa brjóst fengið að njóta sín til hins ýtrasta. Hið sama má segja um samfélagsmiðla þar sem vart er þverfótað fyrir brjóstum af öllum stærðum og gerðum.

Hildur skrifar með færslunni sinni: „Ok. Vel gert stelpur. Stígum öll þau skref sem eru í boði fyrir frjálsara og fordómalausara samfélag. #FreeTheNipple.“


Tengdar fréttir

Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með

Þrjár íslenskar stúlkur, sem urðu fyrir því að Facebook eyddi út #FreeTheNipple viðburði á þeirra vegum, standa fyrir sundferð í Laugardalslaugina í kvöld. Hvetja þær alla til að láta sjá sig og flagga fögrum brjóstum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.