Finnst fyndið að einhverjir gæjar séu að runka sér yfir brjóstamyndum af henni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2015 12:00 Forsíðumynd Hlyns Kristins og geirvörtumynd Maríu Lilju. mynd/hlynur kristinn/maría lilja Í morgun tókust á í Morgunþættinum á FM957 þau María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson um #FreeTheNipple herferðina. Hlynur Kristinn birti uppfærslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi herferðina og efaðist um aðferðafræðina á bakvið hana.Free the nipple...Ég get ekki hamið mig lengur og verð sennilega dæmdur konuhatari og sagðar verða sögur um mig og þ...Posted by Hlynur Kristinn Rúnarsson on Thursday, March 26, 2015 „Aðalatriðið er að aðferðafræðin bakvið það að pósta myndum á samskiptamiðla í nafni jafnréttis er ekki gáfulegasta leiðin til að berjast fyrir jafnrétti. Ég held það sé til önnur leið þar sem við erum ekki að hvetja fólk til að setja myndir af sér berbrjósta inn á netið,“ sagði hann í útvarpinu í morgun. Hann bætti síðan við að myndirnar fengju alla athyglina en málefnið fengi ekkert. „En við erum nú stödd í útvarpsþætti að ræða ástæðu byltingarinnar,“ svaraði María Lilja. Hún benti á að baráttan væri svo margþætt. Hún snúi ekki aðeins að hrelliklámi heldur einnig að líkamsfrelsi kvenna og „slut-shaming.“Brjóst eru ekki kynfæri „En hvernig kennum við börnum í dag að skilgreina kynin?“ spyr Hlynur. Hann segir að strax í upphafi kennum við börnum að stelpur hafi píku og brjóst og strákar hafi typpi. „Fólk getur farið í fangelsi fyrir það að snerta brjóstin á fólki. Strákum mun alltaf finnast brjóst kynferðisleg.“ Síðar í viðtalinu bætti hann því við að viðhorf stráka muni ekki breytast bara af því að stelpum langi það. „Stelpur vilja fá að ákveða hvenær einhver partur af líkama okkar er kynferðislegur en ekki þurfa að skilgreina líkama okkar eftir því sem karlmenn hugsa,“ svaraði María Lilja honum. Einnig þótti henni dapurlegt að heyra að hann telji að konur muni aldrei verða frjálsar eingöngu af því að karlmenn eru svo graðir.Ég er með geirvörtur! #FreeTheNipple pic.twitter.com/xbuyQ6W8O1— María Lilja Þrastar (@marialiljath) March 25, 2015 Varðandi vettvanginn sem #FreeTheNipple var valinn svaraði María; „Þessi kynslóð kvenna lifir og hrærist á samskiptamiðlum og þeir eru þeirra helsta tæki til samskipta við umheiminn. Það er ekkert betur til þess fallið til að vekja athygli en einmitt samskiptamiðlarnir. Fáeinar stelpur gengu berbrjósta um miðbæinn í gær svo það er verið að berjast víðar en Internetið er heimili hrelliklámsins og það er einmitt staðurinn til að snúa vörn í sókn.“ „Með því að setja ógeðslega mikið af myndum þá er verið að grafa undan þessu safni sem birtist á Deildu.net. Mér persónulega finnst fyndið að það séu einhverjir gæjar að runka sér yfir brjóstamyndum af mér. Brjóstunum sem ég gaf dóttur minni að drekka með. Ég er bara þrítug kelling úr Vesturbænum. Þetta eru ekki kynferðislegar myndir og það er í raun vandræðalegt fyrir þá að vera að runka sér yfir þessu. Við skulum ekki gleyma því að setja skömmina yfir á þá yfir að gera það þegar tilgangurinn var að vekja athygli á femínísku málefni,“ segir María í lok viðtalsins. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. #FreeTheNipple Tengdar fréttir Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Í morgun tókust á í Morgunþættinum á FM957 þau María Lilja Þrastardóttir og Hlynur Kristinn Rúnarsson um #FreeTheNipple herferðina. Hlynur Kristinn birti uppfærslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi herferðina og efaðist um aðferðafræðina á bakvið hana.Free the nipple...Ég get ekki hamið mig lengur og verð sennilega dæmdur konuhatari og sagðar verða sögur um mig og þ...Posted by Hlynur Kristinn Rúnarsson on Thursday, March 26, 2015 „Aðalatriðið er að aðferðafræðin bakvið það að pósta myndum á samskiptamiðla í nafni jafnréttis er ekki gáfulegasta leiðin til að berjast fyrir jafnrétti. Ég held það sé til önnur leið þar sem við erum ekki að hvetja fólk til að setja myndir af sér berbrjósta inn á netið,“ sagði hann í útvarpinu í morgun. Hann bætti síðan við að myndirnar fengju alla athyglina en málefnið fengi ekkert. „En við erum nú stödd í útvarpsþætti að ræða ástæðu byltingarinnar,“ svaraði María Lilja. Hún benti á að baráttan væri svo margþætt. Hún snúi ekki aðeins að hrelliklámi heldur einnig að líkamsfrelsi kvenna og „slut-shaming.“Brjóst eru ekki kynfæri „En hvernig kennum við börnum í dag að skilgreina kynin?“ spyr Hlynur. Hann segir að strax í upphafi kennum við börnum að stelpur hafi píku og brjóst og strákar hafi typpi. „Fólk getur farið í fangelsi fyrir það að snerta brjóstin á fólki. Strákum mun alltaf finnast brjóst kynferðisleg.“ Síðar í viðtalinu bætti hann því við að viðhorf stráka muni ekki breytast bara af því að stelpum langi það. „Stelpur vilja fá að ákveða hvenær einhver partur af líkama okkar er kynferðislegur en ekki þurfa að skilgreina líkama okkar eftir því sem karlmenn hugsa,“ svaraði María Lilja honum. Einnig þótti henni dapurlegt að heyra að hann telji að konur muni aldrei verða frjálsar eingöngu af því að karlmenn eru svo graðir.Ég er með geirvörtur! #FreeTheNipple pic.twitter.com/xbuyQ6W8O1— María Lilja Þrastar (@marialiljath) March 25, 2015 Varðandi vettvanginn sem #FreeTheNipple var valinn svaraði María; „Þessi kynslóð kvenna lifir og hrærist á samskiptamiðlum og þeir eru þeirra helsta tæki til samskipta við umheiminn. Það er ekkert betur til þess fallið til að vekja athygli en einmitt samskiptamiðlarnir. Fáeinar stelpur gengu berbrjósta um miðbæinn í gær svo það er verið að berjast víðar en Internetið er heimili hrelliklámsins og það er einmitt staðurinn til að snúa vörn í sókn.“ „Með því að setja ógeðslega mikið af myndum þá er verið að grafa undan þessu safni sem birtist á Deildu.net. Mér persónulega finnst fyndið að það séu einhverjir gæjar að runka sér yfir brjóstamyndum af mér. Brjóstunum sem ég gaf dóttur minni að drekka með. Ég er bara þrítug kelling úr Vesturbænum. Þetta eru ekki kynferðislegar myndir og það er í raun vandræðalegt fyrir þá að vera að runka sér yfir þessu. Við skulum ekki gleyma því að setja skömmina yfir á þá yfir að gera það þegar tilgangurinn var að vekja athygli á femínísku málefni,“ segir María í lok viðtalsins. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45 Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Gengu berbjósta um miðbæinn: "Ein hljóp út og beraði sig með okkur“ Fjórtán stelpur úr Kvennaskólanum gengu um miðbæinn 26. mars 2015 13:45
Biggi lögga gagnrýnir FreeTheNipple: "Hvað ef þær sjá eftir þessu?“ Birgir Örn Guðjónsson bætist í hóp þeirra sem gagnrýna uppátækið. 26. mars 2015 10:50