Gunnlaugur: Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 18:22 Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson náði flottum árangri með ÍA í sumar en liðið endaði í 7. sæti Pepsi-deildar karla með 29 stig. Hann var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborginni þar sem hann fór yfir tímabilið sem lauk um helgina. Gunnlaugur segir að fyrir tímabilið hafi aðalmarkmið Skagamanna verið að halda sér í Pepsi-deildinni. „Við ætluðum okkur að halda sætinu í deildinni. Við vorum alveg raunsæir á að þetta gæti orðið barátta í kjallaranum og það varð raunin því við tryggðum okkur ekki áframhaldandi sæti í deildinni fyrr en í 20. umferð,“ sagði Gunnlaugur en Skagamenn voru taplausir í síðustu sex deildarleikjum sínum, unnu þrjá leiki og gerðu þrjú jafntefli. Gunnlaugur kveðst ánægður með seinni umferðina hjá sínum mönnum en þeir töpuðu aðeins tveimur leikjum í henni, gegn FH og Breiðabliki, tveimur efstu liðum deildarinnar.Ætluðum erlendu leikmönnunum stærra hlutverk „Seinni umferðin gekk framar okkar björtustu vonum,“ sagði Gunnlaugur fór með svipaðan hóp inn í tímabilið og lenti í 2. sæti í 1. deildinni í fyrra. „Við höfðum mikla trú á þessum leikmannahópi sem við höfðum á að skipa í 1. deildinni og héldum að það væri rými fyrir bætingu hjá mönnum. Við lögðum snemma áherslu á að fá sterkan framherja og miðjumann erlendis frá. Við vorum búnir að finna þær týpur í lok janúar. „Þrátt fyrir einhverjir kynnu að segja að þeir hefðu verið flopp, þá komu þeir nú heldur betur við sögu en voru kannski í öðrum hlutverkum en við ætluðum þeim. Við ætluðum þeim stærri hlutverk,“ sagði Gunnlaugur og átti þar við serbneska miðjumanninn Marko Andelkovic og litháíska framherjann Asenij Buinickij sem spiluðu lítið seinni hluta tímabilsins. Gunnlaugur segir að í stað þess að fá þriðja erlenda leikmanninn til liðs við ÍA hafi verið ákveðið að styrkja liðið innan frá. „Í desember ákváðum við að fá Viðar Halldórsson, félagsfræðing og háskólakennara, sem hefur unnið með mörgum liðum og einstaklingum. Við gerðum þriggja ára samning við hann og hann vann með liðinu og einstaklingum varðandi markmiðasetningu og það gafst mjög vel. „Auk þess náðum við að klófesta Guðmund Hreiðarsson, markmannsþjálfara, sem KR-ingar létu fara í haust. Þótt hann hafi ekki verið á öllum æfingum kom hann gríðarlega sterkur inn í hópinn með margar ferskar hugmyndir,“ sagði Gunnlaugur en Guðmundur er einnig markmannsþjálfari íslenska landsliðsins.Bjuggum til sterka liðsheild í fyrra ÍA féll með stæl úr Pepsi-deildinni 2013 og þegar Gunnlaugur tók við uppeldisfélaginu eftir það tímabil beið hans vinna við að rífa liðið upp og auka sjálftraust þess eftir erfitt ár. „Það má vel vera að tímabilið 2013 hafi setið í einhverjum leikmönnum. En það sem við náðum að gera 2014 var að skapa sterka liðsheild sem lenti í ýmsu í 1. deildinni. Það var ekki beinn vegur en menn sigruðust á því og komust upp,“ sagði Gunnlaugur. „Engu að síður tryggðum við okkur upp og gerðum það nokkuð sannfærandi. Það hleypti miklu sjálfstrausti í þennan hóp og sérstaklega í þá leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar 2013. Við notuðum þetta 2013 tímabil sem ákveðið bensín fyrir þetta tímabil. Menn höfðu ýmislegt að sanna í ár, sérstaklega þeir sem voru í stórum hlutverkum 2013,“ bætti Gunnlaugur við en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira