Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:10 Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32