Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2015 12:10 Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu. Þetta kom fram í máli Sigþórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins Hlaðbæ-Colas, í Reykjavík síðdegis í gær. Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og til að viðhalda slitlagi. Sigþór segir efnin þó öll uppfylla tilsetta staðla. „Það sem við höfum verið að benda á er að það hefur verið skorið svo heiftarlega niður í viðhaldinu og í raun verið að framkvæma innan við helming þess sem þarf á hverju ári. Það segir sig sjálft að það skilar sér á endanum í ástandi eins og núna,“ segir Sigþór. Um er að ræða Evrópustaðla en þeir tóku gildi 1. mars 2008, á Íslandi og öðrum aðildarlöndum EES. Vegagerðin gefur út leiðbeiningar um efnisgæði og efnisrannsóknir í vegagerð sem taka mið af og uppfylla Evrópustaðlana að mestu, að því er fram kemur á vef Alþingis. Borgaryfirvöld hækkuðu fjárframlög til viðhalds gatna um hundrað milljónir á þessu ári. Sigþór segir það ekki duga, en tekur fram að verð á malbiki sé nú lægra en áður vegna lækkunar á heimsmarkaði. „Ég veit að í fyrra voru Vegagerðin og Reykjavíkurborg saman með 600-700 milljónir en ég myndi halda að það þyrfti að fara vel yfir milljarðinn í ár, svona til að ná yfir það versta, og halda því í kannski 2-3 ár til að vinna upp stöðuna þannig að ástandið verði aftur eins og rétt fyrir hrun,“ segir hann. „Maður vonar að þeir hjá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg verði með hressileg útboð í vor með miklu magni til að byrja að vinda ofan af þessu ástandi sem er núna,“ bætti hann við en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Gatnakerfið í Reykjavík að hruni komið Varaformaður FÍB óttast ástandið sem skapast hefur á höfuðborgarsvæðinu 20. janúar 2015 10:32