Chicharito með fimm mörkum fleira en allt United-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 20:30 Javier Hernández og maður sem vildi ekki sjá hann, Louis van Gaal. Vísir/Getty Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira