Enski boltinn

Van Gaal ákærður fyrir ummæli sín eftir fyrri leikinn gegn Cambridge

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis Van Gaal er kominn í vesen.
Louis Van Gaal er kominn í vesen. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli hans eftir fyrri bikarleik United og D-deildarliðsins Cambridge á dögunum.

Liðin skildu jöfn, markalaus, en United vann seinni leikinn í gærkvöldi, 3-0. Eftir fyrri leikinn sagði Van Gaal að allt hefði verið á móti Manchester United í leiknum og átti þar við frammistöðu Chris Foy, dómara leiksins.

Hann vildi ekki tjá sig beint um frammistöðu Foy, en enska knattspyrnusambandið vill meina að með þessum ummælum hafi Hollendingurinn gengið of langt.

Van Gaal fær frest til mánudagsins í næstu viku til að svara ákærunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×