Enski boltinn

Man. Utd tók skólastrákana í kennslustund | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney leikur á leikmann Cambridge í leiknum.
Wayne Rooney leikur á leikmann Cambridge í leiknum. vísir/getty
Manchester United átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja D-deildarliðið Cambridge að velli, 3-0, í endurteknum leik liðanna í 32 liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.

Strákarnir frá háskólabænum fengu dauðafæri eftir aðeins 50 sekúndur en skutu í stöngina og þar með luku þeir meira og minna keppni.

Heimamenn sóttu stíft og uppskáru mark á 25. mínútu þegar Juan Mata skoraði af stuttu færi efti skallasendingu frá Belganum stóra, Marouane Fellaini.

Skömmu síðar tvöfaldaði United forskotið, en markið skoraði argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo með skalla eftir snyrtilega utanfótar sendingu Robins van Persie. Fyrsta mark Rojo fyrir United, 2-0.

United sótti áfram stíft í seinni hálfleik en náði aðeins að skora eitt mark til viðbótar. Það gerði ungstirnið James Wilson með föstu skoti í bláhornið, 3-0.

Manchester United mætir nágrönnum sínum í Preston í 16 liða úrslitunum á útivelli, en Preston hafði betur gegn Sheffield United í slag C-deildarliðanna fyrr í kvöld.

Juan Mata 1-0: Marcos Rojo 2-0: James Wilson 3-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×