Ungverjar loka landamærum sínum að Króatíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2015 23:17 Gaddavír verður notaður til að loka landamærunum. vísir/epa Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári. Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Ungverjaland hefur lokað landamærum sínum til Króatíu til að stemma stigu við stríðum straum flóttamanna inn í landið. Stjórnvöld í Króatíu hafa gefið út að flóttamönnum verði beint inn í Slóveníu í staðinn. Þetta kemur fram á BBC. Flóttamenn hafa margir hverjir leitað til Ungverjalands á leið sinni vestar í Evrópu en flestir vilja enda í Austurríki og Grikklands. Ungversk stjórnvöld gripu til þessa ráðs eftir að leiðtogum Evrópusambandsins neituðu áætlun landsins um að koma í veg fyrir að flóttamenn kæmust yfir Miðjarðarhafið til Grikklands. Gaddavírsgirðingum verður komið fyrir á landamærunum í kvöld. „Þetta er næstbesta lausnin,“ segir Peter Szijarto utanríkisráðherra Ungverjalands. Flóttamenn geta enn óskað eftir hæli í landinu á tveimur stöðum á landamærunum við Króatíu. Áður höfðu Ungverjar lokað landamærunum að Serbíu. Slóvenar hafa brugðist við með því að stöðva allar lestir á leið til landsins frá Króatíu og lögreglumönnum hefur verið komið fyrir á landamærunum. „Þetta er lausn Króata sem hefur ekki verið rædd við okkur,“ segir Ranko Ostojic innanríkisráðherra Slóveníu. Hún sagði að auki að Slóvenía verði aðdráttarafl í augum flóttamanna meðan Austurríki og Þýskalands halda sínum landamærum opnum. Fyrr í dag náðu Tyrkir samkomulagi við Evrópusambandið um aðgerðir í flóttamannamálum. „Evrópa tilkynnir að ætlunin sé að taka á móti tugum þúsunda flóttamanna og er tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir það. Við hýsum tvær og hálfa milljón flóttamanna og öllum er sama,“ segir Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands. Um 600.000 flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári.
Flóttamenn Slóvenía Tengdar fréttir ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54 Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn. 16. október 2015 07:54
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02