Alfreð: Arsenal vill ekki verjast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 15:30 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa „Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
„Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30