Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 30. september 2015 10:00 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02
Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30