Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 06:00 Erfiður ágústmánuður framundan hjá meisturunum vísir/andri marinó „Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira