Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 06:00 Erfiður ágústmánuður framundan hjá meisturunum vísir/andri marinó „Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
„Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira