Erlent

Minntust landgönguliða sem féllu í Chattanooga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi móðir lagðist á bæn með börnum sínum við minnisvarða til heiðurs landgönguliðunum sem féllu í Chattanooga á fimmtudagskvöld.
Þessi móðir lagðist á bæn með börnum sínum við minnisvarða til heiðurs landgönguliðunum sem féllu í Chattanooga á fimmtudagskvöld. nordicphotos/afp
Bandaríkjamenn syrgðu í gær fjóra bandaríska landgönguliða sem féllu fyrir hendi árásarmannsins Muhammads Youssef Abdulazeez, bandarísks ríkisborgara sem fæddist í Kúveit, kvöldið áður. Abdulazeez réðst á skrifstofur Bandaríkjahers í bænum Chattanooga í fylkinu Tennessee og skaut fjórmenningana til bana.

Barack Obama Bandaríkjaforseti minntist mannanna með því að segja við fjölmiðla að hrikalegt væri að hugsa til þess að einstaklingar, sem hafi þjónað landi sínu með glæsibrag, þurfi að láta lífið á þennann máta. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×