Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var að vonum kampakátur í leikslok eftir 2-0 sigur Vals á KR í bikarúrslitunum sem fram fóru á Laugardalsvelli í dag.
„Mér líður frábærlega," sagði Ólafur í samtali við Ásgeir Erlendsson í leikslok.
„Við vorum miklu betri allan tímann. Það var smá bras á okkur fyrstu fimmtán mínúturnar, en eftir það vorum við miklu betri."
„Eina sem ég var smeykur við var að við vorum búnir að brenna af nokkrum dauðafærum að við myndum fá það í bakið, en frábært. Frábær liðsheild og flott fótboltalið."
„Það er langt síðan ég vann síðast, eða ég vann reyndar Reykjavíkurmótið, en þetta er frábært. Ég er ekki búinn að gleyma því og svona á þetta að vera," sagði Ólafur í samtali við Stöð 2 Sport í leikslok.
Óli Jó: Vorum miklu betri allan tímann
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn