Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2015 08:30 Ríkisstjórinn Andrew Cuomo á blaðamannafundi. Vísir/AFP Enn hefur ekkert spurst til tveggja dæmdra morðingja sem brutust út úr öryggisfangelsi í New York ríki í Bandaríkjunum um helgina. Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. Fangelsið er eitt af elstu fangelsum Bandaríkjanna og frá hámarksöryggisdeild þess hefur engum tekist að sleppa í hundrað og fimmtíu ár. Mennirnir komust yfir rafmagnsverkfæri í fangelsinu og náðu að skera gat á stálvegg í fangelsinu þaðan sem þeir komust inn í lagnakerfi hússins. Þar þurftu þeir að skera sig í gegnum stálrör sem leiddi þá út í frelsið. Flóttinn þykir mjög líkur fangaflótta í kvikmyndinni Shawshank Redemtion. Ekki hefur verið gefið út hvernig þeir komust hjá því að einhver heyrði í þeim, en ríkisstjórinn segir ómögulegt að enginn hafi gert það. Verkfærin fengu þeir að öllum líkindum í fangelsinu, en talning hefur leitt í ljós að engra er saknað. Verktakar sem hafa unnið í fangelsinu fara nú yfir verkfæri sín og kanna hvort einhverra sé saknað.Mögulega komnir til Kanada David Sweat var dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn eftir að hann var dæmdur yfrir morð á lögreglumanni í júlí árið 2002. Richard Matt fékk hins vegar frá 25 árum til lífstíðarfangelsisvistar. Hann var dæmdur fyrir þrjú morð, þrjú mannrán og tvö rán eftir að hann rændi manni og barði hann til dauða í desember árið 1997. „Þetta eru morðingjar,“ sagðir ríkisstjórinn á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það hefur aldrei verið nokkur efi um að þá glæpi sem þeir hafa framið. Þeir ganga nú lausir og við setjum forgang á að handsama þá.“ Hundruð lögregluþjóna leita nú við fangelsið með þyrlum og leitarhundum og einnig fylgja þeir eftir ábendingum sem hafa borist lögreglunni. Lögreglan hefur þó ekki grun um hvar þeir eru niðurkomnir og Cuomo segir mögulegt að þeir séu þegar komnir til Kanada. Það tekur einungis 45 mínútur að keyra til Montreal frá fangelsinu.Með því að skríða í gegnum götin komust þeir í lagnakerfi fangelsisin.Vísir/AFPFangarnir skáru gat á stórt rör sem þeir notuðu til að sleppa.Vísir/AFPÞennan miða skildu fangarnir sem kveðju eftir við gatið á rörinu.Vísir/AFP Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til tveggja dæmdra morðingja sem brutust út úr öryggisfangelsi í New York ríki í Bandaríkjunum um helgina. Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. Fangelsið er eitt af elstu fangelsum Bandaríkjanna og frá hámarksöryggisdeild þess hefur engum tekist að sleppa í hundrað og fimmtíu ár. Mennirnir komust yfir rafmagnsverkfæri í fangelsinu og náðu að skera gat á stálvegg í fangelsinu þaðan sem þeir komust inn í lagnakerfi hússins. Þar þurftu þeir að skera sig í gegnum stálrör sem leiddi þá út í frelsið. Flóttinn þykir mjög líkur fangaflótta í kvikmyndinni Shawshank Redemtion. Ekki hefur verið gefið út hvernig þeir komust hjá því að einhver heyrði í þeim, en ríkisstjórinn segir ómögulegt að enginn hafi gert það. Verkfærin fengu þeir að öllum líkindum í fangelsinu, en talning hefur leitt í ljós að engra er saknað. Verktakar sem hafa unnið í fangelsinu fara nú yfir verkfæri sín og kanna hvort einhverra sé saknað.Mögulega komnir til Kanada David Sweat var dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn eftir að hann var dæmdur yfrir morð á lögreglumanni í júlí árið 2002. Richard Matt fékk hins vegar frá 25 árum til lífstíðarfangelsisvistar. Hann var dæmdur fyrir þrjú morð, þrjú mannrán og tvö rán eftir að hann rændi manni og barði hann til dauða í desember árið 1997. „Þetta eru morðingjar,“ sagðir ríkisstjórinn á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það hefur aldrei verið nokkur efi um að þá glæpi sem þeir hafa framið. Þeir ganga nú lausir og við setjum forgang á að handsama þá.“ Hundruð lögregluþjóna leita nú við fangelsið með þyrlum og leitarhundum og einnig fylgja þeir eftir ábendingum sem hafa borist lögreglunni. Lögreglan hefur þó ekki grun um hvar þeir eru niðurkomnir og Cuomo segir mögulegt að þeir séu þegar komnir til Kanada. Það tekur einungis 45 mínútur að keyra til Montreal frá fangelsinu.Með því að skríða í gegnum götin komust þeir í lagnakerfi fangelsisin.Vísir/AFPFangarnir skáru gat á stórt rör sem þeir notuðu til að sleppa.Vísir/AFPÞennan miða skildu fangarnir sem kveðju eftir við gatið á rörinu.Vísir/AFP
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08