Boko Haram: Skutu konu sem var í miðjum hríðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2015 14:00 Frá Baga í Nígeríu. Vísir/AFP Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin hafa myrt minnst 150 manns þegar þeir réðust á bæina Baga og Doron Baga í Nígeríu. Amnesty International segir að vígamenn hafi skotið konu þar sem hún lá og var að fæða barn. Útsendarar Amnesty hafa rætt við fjölda fólks sem lifði árásina af og aðra sem flúðu undun Boko Haram. Mannréttindasamtökin segja frá vitnisburði manns sem sagði vígamennina hafa skotið á allt og alla. Menn konur og börn og jafnvel skotið konu sem var í miðjum hríðum. „Drengurinn var kominn hálfur út.“ Maður á sextugsaldri sem Amnesty ræddi við faldi sig í runna og hann segist hafa séð um hundrað manns drepin áður en vígamenn fundu hann. Vígamennirnir eltu upp fjölda þeirra sem flúðu og ein kona sem Amnesty ræddi við sagði að um 300 konum hefði verið haldið föngnum í yfirgefnum skóla. „Þeir slepptu eldri konum, mæðrum og flestum börnunum eftir fjóra daga, en þeir eru enn með ungu konurnar í haldi.“ Sjá einnig: Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni.Þessi gervihnattamynd er sögð sýna gífurlega eyðileggingu eftir árás Boko HaramVísir/AFPSamtökin segja að ekki sé hægt að vita með vissu hve margir hafi fallið, né hve mikil eyðileggingin sé, þar sem Boko Haram ræður nú yfir svæðinu. Þó voru birtar myndir úr gervihnetti sem eiga að sýna eyðilegginguna. Önnur myndin var tekin þann 2. janúar og hin þann sjöunda. Human Rights Watch segir frá því að áætluð tala látinna sé allt frá tólf manns upp í tvö þúsund. Herinn segir þó ekkert til í að tala látinna hafi náð tvö þúsund og segir að 150 hafi fallið.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Blaðamenn í Búlgaríu um árásir Boko Haram.Vísir/AFPJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir aðgerðir Boko Haram vera glæpi gegn mankyninu, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Það sem þeir hafa gert er glæpur gegn mankyninu og ekkert minna. Þetta er gífurlega viðbjóðsleg slátrun á saklausu fólki og Boko Haram ógna ekki einungis Nígeríu og nærliggjandi svæðum, heldur gildum okkar,“ sagði Kerry. Tengdar fréttir Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina. 12. janúar 2015 08:15 Um fjörutíu drengjum rænt af liðsmönnum Boko Haram Aðrir íbúar nígeríska þorpsins Malari komu til héraðshöfuðborgarinnar Maiduguri á föstudaginn og sögðu drengina hafa verið numda á brott á gamlársdag. 3. janúar 2015 16:36 Nítján látnir í sprengjuárás á markað í Nígeríu Aðeins vika síðan 2.000 féllu í árásum Boko Haram. 10. janúar 2015 21:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru talin hafa myrt minnst 150 manns þegar þeir réðust á bæina Baga og Doron Baga í Nígeríu. Amnesty International segir að vígamenn hafi skotið konu þar sem hún lá og var að fæða barn. Útsendarar Amnesty hafa rætt við fjölda fólks sem lifði árásina af og aðra sem flúðu undun Boko Haram. Mannréttindasamtökin segja frá vitnisburði manns sem sagði vígamennina hafa skotið á allt og alla. Menn konur og börn og jafnvel skotið konu sem var í miðjum hríðum. „Drengurinn var kominn hálfur út.“ Maður á sextugsaldri sem Amnesty ræddi við faldi sig í runna og hann segist hafa séð um hundrað manns drepin áður en vígamenn fundu hann. Vígamennirnir eltu upp fjölda þeirra sem flúðu og ein kona sem Amnesty ræddi við sagði að um 300 konum hefði verið haldið föngnum í yfirgefnum skóla. „Þeir slepptu eldri konum, mæðrum og flestum börnunum eftir fjóra daga, en þeir eru enn með ungu konurnar í haldi.“ Sjá einnig: Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni.Þessi gervihnattamynd er sögð sýna gífurlega eyðileggingu eftir árás Boko HaramVísir/AFPSamtökin segja að ekki sé hægt að vita með vissu hve margir hafi fallið, né hve mikil eyðileggingin sé, þar sem Boko Haram ræður nú yfir svæðinu. Þó voru birtar myndir úr gervihnetti sem eiga að sýna eyðilegginguna. Önnur myndin var tekin þann 2. janúar og hin þann sjöunda. Human Rights Watch segir frá því að áætluð tala látinna sé allt frá tólf manns upp í tvö þúsund. Herinn segir þó ekkert til í að tala látinna hafi náð tvö þúsund og segir að 150 hafi fallið.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Blaðamenn í Búlgaríu um árásir Boko Haram.Vísir/AFPJohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir aðgerðir Boko Haram vera glæpi gegn mankyninu, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Það sem þeir hafa gert er glæpur gegn mankyninu og ekkert minna. Þetta er gífurlega viðbjóðsleg slátrun á saklausu fólki og Boko Haram ógna ekki einungis Nígeríu og nærliggjandi svæðum, heldur gildum okkar,“ sagði Kerry.
Tengdar fréttir Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina. 12. janúar 2015 08:15 Um fjörutíu drengjum rænt af liðsmönnum Boko Haram Aðrir íbúar nígeríska þorpsins Malari komu til héraðshöfuðborgarinnar Maiduguri á föstudaginn og sögðu drengina hafa verið numda á brott á gamlársdag. 3. janúar 2015 16:36 Nítján látnir í sprengjuárás á markað í Nígeríu Aðeins vika síðan 2.000 féllu í árásum Boko Haram. 10. janúar 2015 21:44 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina. 12. janúar 2015 08:15
Um fjörutíu drengjum rænt af liðsmönnum Boko Haram Aðrir íbúar nígeríska þorpsins Malari komu til héraðshöfuðborgarinnar Maiduguri á föstudaginn og sögðu drengina hafa verið numda á brott á gamlársdag. 3. janúar 2015 16:36
Nítján látnir í sprengjuárás á markað í Nígeríu Aðeins vika síðan 2.000 féllu í árásum Boko Haram. 10. janúar 2015 21:44