Sýningarstjórar Kynleika biðja starfsfólk ráðhússins afsökunar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2015 13:47 Frá sýningunni. vísir/pjetur Sýningarstjórar Kynleika segja harkalega umræðu um sýninguna hafa komið sér í opna skjöldu. Listamennirnir séu með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt sem geti haft áhrif á þá í samfélaginu og segja fráleitt ef ekki megi fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann, eins og hann birtist fólki í dag. Þannig sé þöggun skilgreind sem listamenn verksins taki einarða stöðu gegn.Starfsfólkið beðið afsökunar„Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni,“ segir í yfirlýsingu frá sýningarstjórunum Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur og Sigríðu Þóru Óðinsdóttur. Þær segja sýninguna ögrandi og að tilgangur hennar sé að vekja upp umræður. Svo hafi farið en að borið hafi á harðorðum ummælum um sýninguna og beri þar helst að nefna ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem í gær sagðist á Facebook ekki skilja hvernig túlka mætti verk Kynleika sem afrek kvenna, en sýningin er hluti af afrekssýningu kvenna.Fráleit ummæli„Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorn feminsma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminsma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna er mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur samtímans“ Yfirlýsingu Heiðrúnar og Sigríðar má lesa í heild hér fyrir neðan.Nú er svo komið að farandsýningin Kynleikar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Kynleikar er samsýning 14 ungra listamanna sem var upphaflega sett upp í grasrótargalleríinu Ekkisens á menningarnótt þann 22 ágúst í tilefni af 100 ára kosningarrétti kvenna. Undirtitill sýningarinnar er Feminísk samsýning, þar sem listamenn tjá sig um verund sína í feminísku samhengi. Öll verkin á sýningunni eru einlæg tjáning og frásögn hvers listamanns á málefnum sem snúa að feminisma. Inntak verkanna á sýningunni tengist líkama okkar, kynverund, kynjahlutverkum sem stjórnast af samfélagsmiðlum og ýmsum hugmyndum um tilvist einstaklingsins. Sýningin hefur verið vel sótt og sýnir það mikinn áhuga gesta á sýningu af þessum toga.Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni. Listamenn eru með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt um hluti sem hafa haft áhrif á þá í samfélaginu, hluti sem eru nú þegar sýnilegir og því fráleitt ef ekki má fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann eins og hann birtist okkur í dag. Þannig er þöggun skilgreind og við sem listamenn verðum gjarnan fyrir barðinu á henni en tökum einarða afstöðu gegn.Sýningin er ögrandi og tilgangur hennar er að vekja upp umræður sem hún hefur vissulega gert og margt áhugavert komið fram í þeim efnum. Þá hefur borið á harðorðum ummælum um sýninguna í fréttamiðlum. Við viljum sérstaklega leiðrétta það sem kom fram í ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinsdóttur borgarfulltrúa sem birtist á visi.is í gær.Hið rétta er að sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg, samtals 30.000 krónur sem notaðar voru til að mæta kostnaði við auglýsingar og aðföng. Þær 7.5 milljónir sem þar eru nefndar hafa því runnið í aðra vasa en okkar. Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorns feminisma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminisma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna eru mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur feminisma samtímans.Það er í samráði við okkur að ákveðið hefur verið að sýningin standi ekki yfir þegar mötuneytið er í notkun. Að fenginni þessari reynslu allri saman höfum við nú ákveðið að setja sýninguna upp í Tjarnarbíói þann 10 október, þar sem sýningin Kynleikar umbreytist í stærri listviðburð og munu fleiri listamenn koma til með að taka þátt. Á opnunarkvöldi verður viðburðardagskrá ásamt málþingi um feminisma í listasögulegu samhengi til fræðslu og kynningar. Nánari upplýsingar um aðra viðburði á opnun sýningarinnar auglýsum við síðar.Listunnendur, starfsfólk Ráðhússins, borgarfulltrúar og aðrir landsmenn eru velkomnir á þá dagskrá. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Sýningarstjórar Kynleika segja harkalega umræðu um sýninguna hafa komið sér í opna skjöldu. Listamennirnir séu með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt sem geti haft áhrif á þá í samfélaginu og segja fráleitt ef ekki megi fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann, eins og hann birtist fólki í dag. Þannig sé þöggun skilgreind sem listamenn verksins taki einarða stöðu gegn.Starfsfólkið beðið afsökunar„Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni,“ segir í yfirlýsingu frá sýningarstjórunum Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur og Sigríðu Þóru Óðinsdóttur. Þær segja sýninguna ögrandi og að tilgangur hennar sé að vekja upp umræður. Svo hafi farið en að borið hafi á harðorðum ummælum um sýninguna og beri þar helst að nefna ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem í gær sagðist á Facebook ekki skilja hvernig túlka mætti verk Kynleika sem afrek kvenna, en sýningin er hluti af afrekssýningu kvenna.Fráleit ummæli„Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorn feminsma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminsma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna er mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur samtímans“ Yfirlýsingu Heiðrúnar og Sigríðar má lesa í heild hér fyrir neðan.Nú er svo komið að farandsýningin Kynleikar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Kynleikar er samsýning 14 ungra listamanna sem var upphaflega sett upp í grasrótargalleríinu Ekkisens á menningarnótt þann 22 ágúst í tilefni af 100 ára kosningarrétti kvenna. Undirtitill sýningarinnar er Feminísk samsýning, þar sem listamenn tjá sig um verund sína í feminísku samhengi. Öll verkin á sýningunni eru einlæg tjáning og frásögn hvers listamanns á málefnum sem snúa að feminisma. Inntak verkanna á sýningunni tengist líkama okkar, kynverund, kynjahlutverkum sem stjórnast af samfélagsmiðlum og ýmsum hugmyndum um tilvist einstaklingsins. Sýningin hefur verið vel sótt og sýnir það mikinn áhuga gesta á sýningu af þessum toga.Okkur þykir miður að umræðan um sýninguna sé komin á þann stað sem hún er í dag og viljum við biðja starfsfólk Reykjavíkurborgar velvirðingar ef einstaka verk innan sýningarinnar hafa vakið hjá því vanlíðan. Þessi harkalega umræða kemur okkur í opna skjöldu, sér í lagi þar sem einstök verk eru túlkuð sem kynferðisleg áreitni. Listamenn eru með verkum sínum að tjá sig á einlægan hátt um hluti sem hafa haft áhrif á þá í samfélaginu, hluti sem eru nú þegar sýnilegir og því fráleitt ef ekki má fjalla á opinskáan hátt um raunveruleikann eins og hann birtist okkur í dag. Þannig er þöggun skilgreind og við sem listamenn verðum gjarnan fyrir barðinu á henni en tökum einarða afstöðu gegn.Sýningin er ögrandi og tilgangur hennar er að vekja upp umræður sem hún hefur vissulega gert og margt áhugavert komið fram í þeim efnum. Þá hefur borið á harðorðum ummælum um sýninguna í fréttamiðlum. Við viljum sérstaklega leiðrétta það sem kom fram í ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinsdóttur borgarfulltrúa sem birtist á visi.is í gær.Hið rétta er að sýningin fékk styrk frá Reykjavíkurborg, samtals 30.000 krónur sem notaðar voru til að mæta kostnaði við auglýsingar og aðföng. Þær 7.5 milljónir sem þar eru nefndar hafa því runnið í aðra vasa en okkar. Þá viljum við árétta að feminískar hreyfingar eru nátengdar afrekum kvenna og því fráleitt að þessa sjónarhorns feminisma gæti ekki við listsköpun, á 100 ára kosningaafmæli þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á hugmyndum og þeirri ímynd sem hrjáir bæði kynin í samfélaginu í dag. Þannig vildum við skapa rými til að fjalla um feminisma frá mörgum sjónarhornum þar sem nálgun listamanna eru mismunandi, bæði í listasögulegu samhengi og í takt við áherslur feminisma samtímans.Það er í samráði við okkur að ákveðið hefur verið að sýningin standi ekki yfir þegar mötuneytið er í notkun. Að fenginni þessari reynslu allri saman höfum við nú ákveðið að setja sýninguna upp í Tjarnarbíói þann 10 október, þar sem sýningin Kynleikar umbreytist í stærri listviðburð og munu fleiri listamenn koma til með að taka þátt. Á opnunarkvöldi verður viðburðardagskrá ásamt málþingi um feminisma í listasögulegu samhengi til fræðslu og kynningar. Nánari upplýsingar um aðra viðburði á opnun sýningarinnar auglýsum við síðar.Listunnendur, starfsfólk Ráðhússins, borgarfulltrúar og aðrir landsmenn eru velkomnir á þá dagskrá.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27 Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18 Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10
Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu Til athugunar kemur að loka sýningunni Kynleikar, sem sært hefur blygðunarkennd einstakra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. 17. september 2015 10:27
Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Tæplega sjö milljóna króna listsýning í ráðhúsinu einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. 18. september 2015 11:18
Leyfa starfsmönnum borgarinnar að klára hádegismatinn Listsýningin Kynleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur verður framvegis opin frá klukkan 13 til 19. 17. september 2015 13:35