Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. september 2015 13:10 Verkin eru sýnd á nokkrum skjám í mötuneyti ráðhússins. mynd/facebook Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Aðstandendur listasýningarinnar Kynleikar saka starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur um að slökkva ítrekað á myndbandsverkum sem til sýnis eru í mötuneyti ráðhússins. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna sem sett er upp í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Aðstandendur sýningarinnar telja fyrir liggja að myndirnar hafi sært blygðunarkennd starfsfólksins, því sé slökkt á myndbandsverkunum og vilja hefja viðræður við starfsmenn borgarráðs, vegna málsins.Lítið hægt að gera„Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í lamasessi á þessari sýningu [...] Ef þið kíkið á sýninguna, ekki hika við að kveikja á myndbandsverkunum sjálf,“ segir á Facebook-síðu listahópsins. Þar segir jafnframt að starfsfólkið hafi „bessaleyfi til þessa að slökkva reglulega á verkunum yfir daginn“ og að lítið sé hægt að gera í málinu að svo stöddu.Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um sýninguna.Fjallað um margbreytilegar hliðar feminismansÁ síðu hópsins segir að listamennirnir fjalli í verkum sínum um margbreytilegar hliðar feminismans og upplifun á sinni verund í feminísku samhengi. Mörk líkamans og sjálfið sé kannað, sem og hugleiðingar um einstaklinginn í samhengi sem móti stöðugt kynin með einum eða öðrum hætti. Listaverkin birtast í ýmsum miðlum; gjörningum, myndbandsverkum, teikningum og málverkum. Sýningin er partur af sýningunni Afrekskonur sem opnuð var í byrjun mánaðar. Ekki náðist í Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar og Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið, að svo stöddu. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira