Ráðvilltir feminískir listfrömuðir í ráðhúsinu Jakob Bjarnar og Birgir Olgeirsson skrifa 18. september 2015 11:18 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, hafði veg og vanda af Afrekssýningu kvenna, og þar á meðal sýningarinnar Kynleika í Ráðhúsinu. Hildur Lilliendahl var henni innan handar við skipulagningu sýningarinnar. Vísir/Pjetur Uppsetning listsýningarinnar Kynleikar í ráðhúsinu, sem forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, hafði veg og vanda af, einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. Hluti sýningarinnar, vídeóverk þar sem meðal annars er sýnt gróft klámefni sem sýnt er í mötuneyti ráðhússins, hefur einkum verið umdeilt og hefur Vísir greint frá því að starfsfólk þar hafi ítrekað slökkt á skjám þar sem þetta var til sýnis. Þeir upplifðu það sem kynferðislega áreitni.Uppfært 16:00Vegna ábendinga og til að fyrirbyggja allan misskilning er vert að undirstrika að Kynleikar eru hluti af Afrekssýningu kvenna, sem nú er yfirstandandi í Ráðhúsinu. ...Hefur ekkert með afrek kvenna að geraSóley hefur gefið út að mistök hafi verið gerð við uppsetningu sýningarinnar, ekki hefði átt að hafa hana í gangi á matmálstímum í ráðhúsinu. Sýningartímanum hefur nú verið breytt.Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á listasýningunni Kynleikum, sem er hluti af Afrekasýningu kvenna á Íslandi í Rá...Posted by Afrekskonur on Thursday, September 17, 2015Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur fordæmt sýninguna, upplýst að hún hafi kostað 7,5 milljónir. „Mér hreinlega blöskrar eða skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera,“ segir Sveinbjörg en Kynleikarnir eru hluti Afrekssýningar í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar og sett upp í tengslum við 100 ára kosningaafmæli kvenna, sem haldið var hátíðlegt á síðasta ári. Sveinbjörg Birna telur það ekki til helstu afreka kvenna í gegnum tíðina að hafa svipt sig klæðum og tekið þátt í klámi. Í samtali við Vísi segist hún ekki skilja hvernig þessi femíníski vinkill tengist konu, og veltir því fyrir sér hvort rétt sé að femínistar taki sér það vald að tala fyrir hönd allra kvenna.María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason voru fengin til að aðstoða við uppsetningu sýningarinnar.VísirMaría Lilja og Ingimar Karl kölluð tilVísir hefur heimildir fyrir því að allur undirbúningur sýningarinnar hafi einkennst af nokkru stefnuleysi. Fyrir nokkrum mánuðum var Sara Hrund Einarsdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, fengin af borgaryfirvöldum til að annast textaskrif sem til stóð að sýningin byggðist á. Þegar sá texti barst var hann ekki talinn nothæfur, og voru þá blaðamennirnir og femínistarnir María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason kölluð til auk Andrésar Inga Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur. Skammur tími var þá til stefnu og skrifuðu þau texta á tveimur sólarhringum sem byggði á linkasafni sem Andrés Ingi hafði tekið til af timarit.is og sent þeim. Sýningin, úrklippur af tímarit.is, byggir svo að verulegu leyti á þessu. Samkvæmt heimildum Vísis hljóðaði kostnaðaráætlun þá upp á sex milljónir, en talið að enn skorti fé til að ljúka við uppsetningu sýningarinnar.Bjarni Brynjólfsson segir Afrekssýningu kvenna geta kostað 6,5 milljónir króna í heild. Sundurliðun á kostnaði sýningarinnar liggur ekki fyrir. Vísir/PjeturKynjuð fjárhagsáætlunargerð Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, og óskaði eftir sundurliðun á kostnaði við Afrekssýningu kvenna og þann þátt sýningarinnar sem er undir yfirskriftinni: Kynleikar. Í svari Bjarna kom fram að gert sé ráð fyrir að sýningin í heild geti kostað allt að 6,5 milljónir króna. „Þó er alls ekki víst að öll sú upphæð verði nýtt,“ segir Bjarni í svari til Vísis. Hann segir sundurliðun á einstökum atriðum sýningarinnar ekki liggja fyrir. „Forsætisnefnd hefur samþykkt þá fjárveitingu og enginn pólitískur ágreiningur um það. Í þessu felst uppsetning og efni fyrir sýningu á öllum hæðum og í öllum sölum ráðhússins – laun sýningarstjóra og viðburðir á meðan á sýningunni stendur, t.d. málþing um kynjaða fjárhagsáætlunargerð sem mun fara fram í dag, kvikmyndasýningar, fundir, málþing og listviðburðir,“ segir Bjarni. Málið er gríðarlega viðkvæmt og þeir sem Vísir hefur rætt við telja sig ekki í stöðu til að tjá sig um það opinberlega. En, þeir hinir sömu vilja meina að sýningin beri þess merki að ófaglega hafi verið að henni staðið.Allt gegnsýrt í klámvæðingunniVísir hefur reynt að ná tali af Sóley Tómasdóttur vegna málsins, án árangurs og þá hefur Hildur Lilliendahl, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg kosið að tjá sig ekki þegar eftir því hefur verið leitað. Hún tjáði sig þó lítillega og með óbeinum hætti um málið á Twitter í gær.Hæ. Ég vinn í Ráðhúsinu. Við erum gyðingahatarar sem triggerum ofbeldisþolendur með klámi og leggjum fólk í einelti með kökum. #góðurdagur— ♀Hildur Lilliendahl♀ (@hillldur) September 17, 2015 Sóley var í viðtali vegna málsins í Síðdegisútvarpi Rásar 2, þar sem hún sagðist meðal annars ekki vera sýningarstjóri sýningarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst var yfirumsjá sýningarinnar í höndum Sóleyjar og var Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, henni innan handar. Sýningarstjórn Kynleika er svo með höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær munu leiða gesti um sýninguna á sunnudag.Hluti sýningarinnar í Ráðhúsinu. Vísir/PjeturSóley sagði, á Rás 2 í gær, að mistök hafi verið gerð og ákveðið hafi verið að slökkva á þeim hluta sýningarinnar sem felur í sér klámfengin atriði, en Sóley vill meina að sýningin veki upp mikilvægar spurningar „Þessi sýning er mjög ögrandi, hún er mjög róttæk og þarna birtist efni sem mér þykir erfitt að horfa á, ég viðurkenni það vel, en hún vekur upp spurningar um hversu gegnsýrð við erum af klámvæðingu, hvar við erum tilbúin til að hafa klám og hvar ekki.“Gróft áreiti á vinnustaðHeggur þá líkast til sá er hlífa skyldi, en á það er bent í grein á hinu femíníska veftímariti Knúz, eftir þau Gísla Ásgeirsson og Höllu Sverrisdóttur, að þarna séu listamennirnir að gera sig seka um nákvæmlega það. „Fólk á rétt á því að verða ekki fyrir áreiti, hvað þá grófu áreiti, á vinnustað sínum. Með öðrum orðum, fólk getur ekki farið eitthvert annað og þar af leiðandi varla undrunarefni þótt einhver hafi tekið sig til og slökkt á klámsjóinu.“ Málið virðist því ekki aðeins umdeilt sem slíkt, heldur einnig innan femínistahreyfingarinnar sjálfrar. Uppfært 20. septemberÍ upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að Sara Hrund Einarsdóttir hefði verið ráðin til að sinna textaskrifum fyrir sýninguna. Hið rétta er að hún var starfsmaður Reykjavíkurborgar og fengin til þess eins og stendur í uppfærðri útgáfu. Tengdar fréttir Athugasemd frá Reykjavíkurborg vegna fréttar um listsýningu 18. september 2015 17:18 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Uppsetning listsýningarinnar Kynleikar í ráðhúsinu, sem forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, hafði veg og vanda af, einkenndist af þekkingarleysi, stefnuleysi og svo óðagoti. Hluti sýningarinnar, vídeóverk þar sem meðal annars er sýnt gróft klámefni sem sýnt er í mötuneyti ráðhússins, hefur einkum verið umdeilt og hefur Vísir greint frá því að starfsfólk þar hafi ítrekað slökkt á skjám þar sem þetta var til sýnis. Þeir upplifðu það sem kynferðislega áreitni.Uppfært 16:00Vegna ábendinga og til að fyrirbyggja allan misskilning er vert að undirstrika að Kynleikar eru hluti af Afrekssýningu kvenna, sem nú er yfirstandandi í Ráðhúsinu. ...Hefur ekkert með afrek kvenna að geraSóley hefur gefið út að mistök hafi verið gerð við uppsetningu sýningarinnar, ekki hefði átt að hafa hana í gangi á matmálstímum í ráðhúsinu. Sýningartímanum hefur nú verið breytt.Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á listasýningunni Kynleikum, sem er hluti af Afrekasýningu kvenna á Íslandi í Rá...Posted by Afrekskonur on Thursday, September 17, 2015Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur fordæmt sýninguna, upplýst að hún hafi kostað 7,5 milljónir. „Mér hreinlega blöskrar eða skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera,“ segir Sveinbjörg en Kynleikarnir eru hluti Afrekssýningar í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar og sett upp í tengslum við 100 ára kosningaafmæli kvenna, sem haldið var hátíðlegt á síðasta ári. Sveinbjörg Birna telur það ekki til helstu afreka kvenna í gegnum tíðina að hafa svipt sig klæðum og tekið þátt í klámi. Í samtali við Vísi segist hún ekki skilja hvernig þessi femíníski vinkill tengist konu, og veltir því fyrir sér hvort rétt sé að femínistar taki sér það vald að tala fyrir hönd allra kvenna.María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason voru fengin til að aðstoða við uppsetningu sýningarinnar.VísirMaría Lilja og Ingimar Karl kölluð tilVísir hefur heimildir fyrir því að allur undirbúningur sýningarinnar hafi einkennst af nokkru stefnuleysi. Fyrir nokkrum mánuðum var Sara Hrund Einarsdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, fengin af borgaryfirvöldum til að annast textaskrif sem til stóð að sýningin byggðist á. Þegar sá texti barst var hann ekki talinn nothæfur, og voru þá blaðamennirnir og femínistarnir María Lilja Þrastardóttir og Ingimar Karl Helgason kölluð til auk Andrésar Inga Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Svandísar Svavarsdóttur. Skammur tími var þá til stefnu og skrifuðu þau texta á tveimur sólarhringum sem byggði á linkasafni sem Andrés Ingi hafði tekið til af timarit.is og sent þeim. Sýningin, úrklippur af tímarit.is, byggir svo að verulegu leyti á þessu. Samkvæmt heimildum Vísis hljóðaði kostnaðaráætlun þá upp á sex milljónir, en talið að enn skorti fé til að ljúka við uppsetningu sýningarinnar.Bjarni Brynjólfsson segir Afrekssýningu kvenna geta kostað 6,5 milljónir króna í heild. Sundurliðun á kostnaði sýningarinnar liggur ekki fyrir. Vísir/PjeturKynjuð fjárhagsáætlunargerð Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, og óskaði eftir sundurliðun á kostnaði við Afrekssýningu kvenna og þann þátt sýningarinnar sem er undir yfirskriftinni: Kynleikar. Í svari Bjarna kom fram að gert sé ráð fyrir að sýningin í heild geti kostað allt að 6,5 milljónir króna. „Þó er alls ekki víst að öll sú upphæð verði nýtt,“ segir Bjarni í svari til Vísis. Hann segir sundurliðun á einstökum atriðum sýningarinnar ekki liggja fyrir. „Forsætisnefnd hefur samþykkt þá fjárveitingu og enginn pólitískur ágreiningur um það. Í þessu felst uppsetning og efni fyrir sýningu á öllum hæðum og í öllum sölum ráðhússins – laun sýningarstjóra og viðburðir á meðan á sýningunni stendur, t.d. málþing um kynjaða fjárhagsáætlunargerð sem mun fara fram í dag, kvikmyndasýningar, fundir, málþing og listviðburðir,“ segir Bjarni. Málið er gríðarlega viðkvæmt og þeir sem Vísir hefur rætt við telja sig ekki í stöðu til að tjá sig um það opinberlega. En, þeir hinir sömu vilja meina að sýningin beri þess merki að ófaglega hafi verið að henni staðið.Allt gegnsýrt í klámvæðingunniVísir hefur reynt að ná tali af Sóley Tómasdóttur vegna málsins, án árangurs og þá hefur Hildur Lilliendahl, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg kosið að tjá sig ekki þegar eftir því hefur verið leitað. Hún tjáði sig þó lítillega og með óbeinum hætti um málið á Twitter í gær.Hæ. Ég vinn í Ráðhúsinu. Við erum gyðingahatarar sem triggerum ofbeldisþolendur með klámi og leggjum fólk í einelti með kökum. #góðurdagur— ♀Hildur Lilliendahl♀ (@hillldur) September 17, 2015 Sóley var í viðtali vegna málsins í Síðdegisútvarpi Rásar 2, þar sem hún sagðist meðal annars ekki vera sýningarstjóri sýningarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst var yfirumsjá sýningarinnar í höndum Sóleyjar og var Hildur Lilliendahl, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, henni innan handar. Sýningarstjórn Kynleika er svo með höndum Heiðrúnar Grétu Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óðinsdóttur. Þær munu leiða gesti um sýninguna á sunnudag.Hluti sýningarinnar í Ráðhúsinu. Vísir/PjeturSóley sagði, á Rás 2 í gær, að mistök hafi verið gerð og ákveðið hafi verið að slökkva á þeim hluta sýningarinnar sem felur í sér klámfengin atriði, en Sóley vill meina að sýningin veki upp mikilvægar spurningar „Þessi sýning er mjög ögrandi, hún er mjög róttæk og þarna birtist efni sem mér þykir erfitt að horfa á, ég viðurkenni það vel, en hún vekur upp spurningar um hversu gegnsýrð við erum af klámvæðingu, hvar við erum tilbúin til að hafa klám og hvar ekki.“Gróft áreiti á vinnustaðHeggur þá líkast til sá er hlífa skyldi, en á það er bent í grein á hinu femíníska veftímariti Knúz, eftir þau Gísla Ásgeirsson og Höllu Sverrisdóttur, að þarna séu listamennirnir að gera sig seka um nákvæmlega það. „Fólk á rétt á því að verða ekki fyrir áreiti, hvað þá grófu áreiti, á vinnustað sínum. Með öðrum orðum, fólk getur ekki farið eitthvert annað og þar af leiðandi varla undrunarefni þótt einhver hafi tekið sig til og slökkt á klámsjóinu.“ Málið virðist því ekki aðeins umdeilt sem slíkt, heldur einnig innan femínistahreyfingarinnar sjálfrar. Uppfært 20. septemberÍ upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð að Sara Hrund Einarsdóttir hefði verið ráðin til að sinna textaskrifum fyrir sýninguna. Hið rétta er að hún var starfsmaður Reykjavíkurborgar og fengin til þess eins og stendur í uppfærðri útgáfu.
Tengdar fréttir Athugasemd frá Reykjavíkurborg vegna fréttar um listsýningu 18. september 2015 17:18 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira