Erlent

Stríðandi fylkingar við mótmæli

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mótmæli Íbúar Hong Kong eru mishrifnir af fyrirhuguðum breytingum á lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu.
Mótmæli Íbúar Hong Kong eru mishrifnir af fyrirhuguðum breytingum á lýðræði í sjálfstjórnarhéraðinu. vísir/epa
Fjölmennur hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Hong Kong í gær. Mótmælin eru til komin vegna þess að þingið kýs í vikunni um ný lög sem myndu gera íbúum Hong Kong kleift að kjósa sér leiðtoga en Hong Kong nýtur töluverðs sjálfstæðis sem sjálfstjórnarhérað innan Kína. Skilyrði þeirra kosninga yrði þó að Kínverjar þyrftu að samþykkja öll framboð sem bærust, án samþykkis þeirra fengi viðkomandi ekki að bjóða sig fram.

Tvær fylkingar mótmæla nú. Annars vegar þeir sem hlynntir eru breytingunum og hins vegar fylking sem finnst breytingarnar ekki nægar og kallar þær gervilýðræði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×