Enski boltinn

Stuðningsmaður West Ham stunginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
35 ára stuðningsmaður West Ham var stunginn fyrir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var stunginn í kviðinn.

Hann var fluttur á sjúkrahús en hann var samkvæmt fjölmiðlum í Englandi ekki í lífshættu. Ástand hans var sagt stöðugt.

Lögreglan í Lundúnum, sem var með mikla öryggisgæslu í tengslum við leikinn, fann hnífinn sem var notaður í árásinni en vinnur nú að því með báðum félögum að bera kennsl á árásarmanninn eða -mennina.

Sjá einnig: Tottenham rúllaði yfir West Ham

Atvikið átti sér stað fyrir utan White Hart Lane, heimavöll Tottenham, skömmu fyrir leikinn en 36 þúsund áhorfendur voru á leiknum sem Tottenham vann, 4-1.


Tengdar fréttir

Tottenham rúllaði yfir West Ham

Tottenham Hotspurs vann mjög þægilegan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×