Enski boltinn

Tottenham rúllaði yfir West Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Kane fagnar marki sínu í dag.
Harry Kane fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Tottenham Hotspurs vann mjög þægilegan sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 4-1.

Leikurinn fór fram á White Hart Lane í London og var um sannkallaðan Lundúnaslag að ræða. Harry Kane kom Spurs á bragðið með frábæru marki eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Toby Alderweireld skoraði annað mark liðsins tíu mínútum síðar og það var síðan Harry Kane sem skoraði sitt annað mark í leiknum í upphafi síðari hálfleiks.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok skoraði síðan bakvörðurinn Kyle Walker fjórða mark liðsins og kórónaði frábæran leik Tottenham í dag. West Ham náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Manuel Lanzini skoraði eina mark gestanna í leiknum.

Liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig stig en West Ham sæti neðar með 21 stig. 

Harry Kane kemur Tottenham yfir
2-0 fyrir Tottenham
Harry Kane kemur Tottenham í 3-0
Kyle Walker kemur Spurs í 4-0
Manuel Lanzini minnkar muninn fyrir West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×