Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 15:58 Hjálpa þarf flóttafólki að aðlagast samfélaginu á ýmsan máta. Vísir/EPA/Facebook Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24