Innlent

„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flóttamenn koma til grísku eyjarinnar Kos í dag.
Flóttamenn koma til grísku eyjarinnar Kos í dag. vísir/getty
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í allsherjarnefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi í nefndinni í ljósi flóttamannavandans og þeirrar umræðu sem skapast hefur um aðstoð við þá. Vill Bjarkey að nefndin fari yfir lög og aðra umgjörð í kringum slíkt.

Þá segir hún það í „skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum. Bjarkey vill skoða hvort ekki sé hægt að taka á móti fleiri, ekki síst í ljósi þess hversu mörg sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttamönnum.

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vekur einnig máls á flóttamannavandanum á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún að henni finnist það framlag sem stjórnvöld hafa kynnt „alltof rýrt og eiginlega til skammar fyrir okkur sem þjóð. Kannski væri tíföld sú tala nær lagi.“

Þær ógnvænlegu fréttir hafa borist að um 70 flóttamenn þar af nokkur börn hafi fundist látin flutningabíl í Austurríki. ...

Posted by Elin Hirst on Saturday, 29 August 2015

Tengdar fréttir

Vorum án lands

Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×