Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2015 23:15 Örmagna flóttamenn frá Sýrlandi eftir að hafa róið bát með höndunum um fimm kílómetra leið frá Tyrklandi til Kos í Grikklandi. Vísir/Getty Áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári bjuggu 20 milljónir manna í landinu. Síðan hafa tólf milljónir yfirgefið heimili sín. Af þeim búa átta milljónir annars staðar í landinu og fjórar milljónir sem flóttamenn í nærliggjandi löndum. Aðallega Tyrklandi, Líbanon og Georgíu.Aukning í hælisleitendaumsóknum undanfarin fjögur ár. Af vef New York Times en unnið upp úr gögnum frá Sameinuðu þjóðunum.Þetta kemur fram í vel framsettri þriggja mínútna langri skýringu Hans Rosling á flóttamannavandanum sem sjá má í myndbandi neðst í fréttinni. Sláandi myndir birtast á degi hverjum af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, og kalla fjölmargir Íslendingar eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næsta ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Á myndinni hér til vinstri má sjá aukningu í fjölda umsókna flóttamanna um hæli undanfarin fjögur ár. Myndin er úr fréttaskýringu New York Times.Sjá einnig: Bjarni Ben segir stjórnvöld hljóta að bregðast við Aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svarar til aðeins um 2% þeirra sem þurft hafa að flúa heimili sín. Þetta fólk á ekki kost á að óska eftir hæli í sendiráðum nærliggjandi landa. Finni það leið til að koma sér til lands innan ESB getur það sótt um hæli þar. Því reyni fjöldi fólks að koma sér á illa búnum og yfirfullum bátum til landa á borð við Grikklands og Makedóníu. Hermenn hafa reynt að gæta landamæranna og í sumum tilfellum beitt táragasi.Flóttamenn frá Sýrlandi á leið frá Serbíu yfir landamærin til Ungverjalands.Vísir/GettyTaka mikla áhættu Til þess að komast til landa innan ESB þarf þetta sama fólk að taka mikla áhættu og greiða háar fjárhæðir. Landamæri ESB eru ekki opin fólkinu og því er um ólöglegan innflutning að ræða. Þrátt fyrir það tekur fólkið áhættuna um von um betra líf enda ástandið heima fyrir vægast sagt slæmt.Sjá einnig:Íslenskur forritari safnar milljónum fyrir sýrlenskan flóttamann Rosling nefnir kvótaáætlun ESB, samþykkt í maí 2015, sem gefur flóttamönnum færi á að sækja um hæli áður en það leggur upp ferð sem gæti endað með ósköpum eins og í tilfelli um sex þúsund flóttamanna undanfarið eitt og hálft ár.Smellið á myndina til að sjá hana stærri.FréttablaðiðÞað eru tæplega tvisvar sinnum fleiri en féllu í árásunum á Tvíburaturnana í New York og um fjórum sinnum fleiri en dóu þegar Titanic sökk.Sjá einnig: Flóttamenn frá Króatíu á Íslandi segja sögu sína Löndin innan ESB eru hins vegar aðeins tilbúin að taka á móti 20 þúsund flóttamönnum í heildina. Svo jafnvel ef aðeins er litið til flóttamanna frá Sýrlandi svarar það aðeins til 0,2% af heildinni, 12 milljónum Sýrlendinga. Hlutfallið er einn á móti 500. Yfir sex þúsund Íslendingar hafa skorað á stjórnvöld að taka við 5000 flóttamönnum á Fésbókarsíðu sem komið var á koppinn í gær. Rétt er að taka fram að þótt ástandið sé sérlega slæmt hjá flóttamönnum í Sýrlandi vegna átaka þar í landi er vandamálið enn stærra. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 300 þúsund flóttamenn hafi hætt lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum það sem af er ári. Reglulega í vetur bárust til að mynda fregnir af björgunarstörfum varðskipsins Týs á Miðjarðarhafi. Where Are the Syrian Refugees Today?Posted by Gapminder on Tuesday, June 9, 2015 Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Tugir flóttamanna köfnuðu Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. 28. ágúst 2015 08:00 Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. 28. ágúst 2015 19:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Áður en borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári bjuggu 20 milljónir manna í landinu. Síðan hafa tólf milljónir yfirgefið heimili sín. Af þeim búa átta milljónir annars staðar í landinu og fjórar milljónir sem flóttamenn í nærliggjandi löndum. Aðallega Tyrklandi, Líbanon og Georgíu.Aukning í hælisleitendaumsóknum undanfarin fjögur ár. Af vef New York Times en unnið upp úr gögnum frá Sameinuðu þjóðunum.Þetta kemur fram í vel framsettri þriggja mínútna langri skýringu Hans Rosling á flóttamannavandanum sem sjá má í myndbandi neðst í fréttinni. Sláandi myndir birtast á degi hverjum af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, og kalla fjölmargir Íslendingar eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næsta ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Á myndinni hér til vinstri má sjá aukningu í fjölda umsókna flóttamanna um hæli undanfarin fjögur ár. Myndin er úr fréttaskýringu New York Times.Sjá einnig: Bjarni Ben segir stjórnvöld hljóta að bregðast við Aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svarar til aðeins um 2% þeirra sem þurft hafa að flúa heimili sín. Þetta fólk á ekki kost á að óska eftir hæli í sendiráðum nærliggjandi landa. Finni það leið til að koma sér til lands innan ESB getur það sótt um hæli þar. Því reyni fjöldi fólks að koma sér á illa búnum og yfirfullum bátum til landa á borð við Grikklands og Makedóníu. Hermenn hafa reynt að gæta landamæranna og í sumum tilfellum beitt táragasi.Flóttamenn frá Sýrlandi á leið frá Serbíu yfir landamærin til Ungverjalands.Vísir/GettyTaka mikla áhættu Til þess að komast til landa innan ESB þarf þetta sama fólk að taka mikla áhættu og greiða háar fjárhæðir. Landamæri ESB eru ekki opin fólkinu og því er um ólöglegan innflutning að ræða. Þrátt fyrir það tekur fólkið áhættuna um von um betra líf enda ástandið heima fyrir vægast sagt slæmt.Sjá einnig:Íslenskur forritari safnar milljónum fyrir sýrlenskan flóttamann Rosling nefnir kvótaáætlun ESB, samþykkt í maí 2015, sem gefur flóttamönnum færi á að sækja um hæli áður en það leggur upp ferð sem gæti endað með ósköpum eins og í tilfelli um sex þúsund flóttamanna undanfarið eitt og hálft ár.Smellið á myndina til að sjá hana stærri.FréttablaðiðÞað eru tæplega tvisvar sinnum fleiri en féllu í árásunum á Tvíburaturnana í New York og um fjórum sinnum fleiri en dóu þegar Titanic sökk.Sjá einnig: Flóttamenn frá Króatíu á Íslandi segja sögu sína Löndin innan ESB eru hins vegar aðeins tilbúin að taka á móti 20 þúsund flóttamönnum í heildina. Svo jafnvel ef aðeins er litið til flóttamanna frá Sýrlandi svarar það aðeins til 0,2% af heildinni, 12 milljónum Sýrlendinga. Hlutfallið er einn á móti 500. Yfir sex þúsund Íslendingar hafa skorað á stjórnvöld að taka við 5000 flóttamönnum á Fésbókarsíðu sem komið var á koppinn í gær. Rétt er að taka fram að þótt ástandið sé sérlega slæmt hjá flóttamönnum í Sýrlandi vegna átaka þar í landi er vandamálið enn stærra. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 300 þúsund flóttamenn hafi hætt lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum það sem af er ári. Reglulega í vetur bárust til að mynda fregnir af björgunarstörfum varðskipsins Týs á Miðjarðarhafi. Where Are the Syrian Refugees Today?Posted by Gapminder on Tuesday, June 9, 2015
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Tugir flóttamanna köfnuðu Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. 28. ágúst 2015 08:00 Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33 Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13 Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. 28. ágúst 2015 19:32 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Tugir flóttamanna köfnuðu Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. 28. ágúst 2015 08:00
Fimmtíu flóttamenn fundust látnir í vörubíl í Austurríki Vörubíllinn hafði staðið óhreyfður í vegakantinum um nokkurt skeið. 27. ágúst 2015 11:33
Örvæntingarfullir flóttamenn ryðjast yfir landamæri Hermenn við landamæri Grikklands og Makedóníu reyndu árangurslaust að stöðva hundruð flóttamanna. 22. ágúst 2015 20:13
Ríki axla mjög misþungar byrðar vegna flóttamanna Neyð stigvaxandi fjölda flóttamanna er í brennidepli þessa dagana en leiðtogar Evrópuríkja hafa ekki komist að samkomulagi um skuldbindingar vegna hans. 28. ágúst 2015 19:32