Myndband af lögreglu skjóta saklausan mann til bana loks birt eftir dómsúrskurð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 09:02 Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Síðan lögregla í bænum Gardena í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skaut ungan óvopnaðan mann til bana fyrir tveimur árum hafa yfirvöld í borginni neitað að sýna opinberlega myndband sem náðist af skotárásinni. Nú hefur myndbandið verið gert opinbert eftir að dómari úrskurðaði að borginni væri það skylt að láta fjölmiðlum það í té. Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er fullt tilefni til þess að vara viðkvæma við efni myndbandsins. Í myndbandinu má sjá þrjá menn sem fyrir mistök voru grunaðir um að hafa verið að stela hjólinu sem stendur fyrir aftan þá. Lögregla skipar mönnunum að setja hendur upp í loft en einn þeirra virðist ráðvilltur, setur hendurnar upp og niður á víxl en þegar hann tekur af sér derhúfuna skýtur lögreglan að honum. Af myndbandinu að dæma stóð hvorki lögreglumönnum né umhverfinu nokkur ógn af manninum en lögregluyfirvöld hafa sagt að myndbandið sem tekið er úr lögreglubílnum segi ekki alla söguna. Lögregla kom á vettvang vegna þess að tilkynnt hafði verið um þrjá menn sem staðnir hefðu verið að því að reyna að stela hjóli fyrir utan verslun. Fyrir mistök var stuldurinn merktur sem rán en það felur í sér að beitt sé við þjófnaðinn einhvers konar hótun eða vopni. Þegar lögreglumaður kom á staðinn sá hann tvo menn á hjólum nálægt versluninni. Þeir voru að aðstoða vin sinn sem átti hjólið sem stolið hafði verið en lögreglumaðurinn taldi þá fyrir mistök vera þjófana. Diaz Zeferino, sem var bróðir mannsins sem átti stolna hjólið, hljóp upp að mönnunum tveimur þegar lögregla kom á vettvang. Þetta kemur fram í minnisblaði saksóknara í Los Angeles. Maðurinn sem lést hét Diaz Zeferino og var þrjátíu og fimm ára gamall. Fjölskylda hans fékk 4,7 milljónir Bandaríkjadollara í bætur en það eru um 629 milljónir íslenskra króna. Dómarinn sagði myndbandið eiga erindi við almenning sérstaklega í ljósi þessara skaðabóta sem borgin greiddi ættingjum Zeferino. Það voru Los Angeles Times, the Associated Press og Bloomberg sem kölluðu eftir því að myndbandið yrði birt.Justified or cold-blooded killing? This is the video the city of Gardena didn't want you to see: Three officers opening...Posted by Los Angeles Times on Tuesday, July 14, 2015 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Síðan lögregla í bænum Gardena í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum skaut ungan óvopnaðan mann til bana fyrir tveimur árum hafa yfirvöld í borginni neitað að sýna opinberlega myndband sem náðist af skotárásinni. Nú hefur myndbandið verið gert opinbert eftir að dómari úrskurðaði að borginni væri það skylt að láta fjölmiðlum það í té. Myndbandið má sjá hér að neðan. Það er fullt tilefni til þess að vara viðkvæma við efni myndbandsins. Í myndbandinu má sjá þrjá menn sem fyrir mistök voru grunaðir um að hafa verið að stela hjólinu sem stendur fyrir aftan þá. Lögregla skipar mönnunum að setja hendur upp í loft en einn þeirra virðist ráðvilltur, setur hendurnar upp og niður á víxl en þegar hann tekur af sér derhúfuna skýtur lögreglan að honum. Af myndbandinu að dæma stóð hvorki lögreglumönnum né umhverfinu nokkur ógn af manninum en lögregluyfirvöld hafa sagt að myndbandið sem tekið er úr lögreglubílnum segi ekki alla söguna. Lögregla kom á vettvang vegna þess að tilkynnt hafði verið um þrjá menn sem staðnir hefðu verið að því að reyna að stela hjóli fyrir utan verslun. Fyrir mistök var stuldurinn merktur sem rán en það felur í sér að beitt sé við þjófnaðinn einhvers konar hótun eða vopni. Þegar lögreglumaður kom á staðinn sá hann tvo menn á hjólum nálægt versluninni. Þeir voru að aðstoða vin sinn sem átti hjólið sem stolið hafði verið en lögreglumaðurinn taldi þá fyrir mistök vera þjófana. Diaz Zeferino, sem var bróðir mannsins sem átti stolna hjólið, hljóp upp að mönnunum tveimur þegar lögregla kom á vettvang. Þetta kemur fram í minnisblaði saksóknara í Los Angeles. Maðurinn sem lést hét Diaz Zeferino og var þrjátíu og fimm ára gamall. Fjölskylda hans fékk 4,7 milljónir Bandaríkjadollara í bætur en það eru um 629 milljónir íslenskra króna. Dómarinn sagði myndbandið eiga erindi við almenning sérstaklega í ljósi þessara skaðabóta sem borgin greiddi ættingjum Zeferino. Það voru Los Angeles Times, the Associated Press og Bloomberg sem kölluðu eftir því að myndbandið yrði birt.Justified or cold-blooded killing? This is the video the city of Gardena didn't want you to see: Three officers opening...Posted by Los Angeles Times on Tuesday, July 14, 2015
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira