Fótbolti

Bandaríkjamenn halda áfram að handtaka FIFA-menn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandarísk yfirvöld eru ekki hætt að hrella FIFA.
Bandarísk yfirvöld eru ekki hætt að hrella FIFA. vísir/getty
Tveir háttsettir menn innan FIFA voru handteknir í lögregluaðgerðum í Sviss í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa þegið mútur upp á hundruðir milljóna króna.

Lögreglan ruddist inn á lúxushótel í Zurich í morgun til þess að handtaka mennina. Þetta er sama hótel og ruðst var inn í er lögreglan handtók FIFA-menn í maí síðastliðnum.

Framkvæmdastjórn FIFA er á tveggja daga fundi í Zurich þessa dagana og lögreglan notaði því tækifærið.

Sem fyrr eru það Bandaríkjamenn sem standa á bak við handtökurnar. FIFA segist ætla að starfa með FBI en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um handtökurnar í morgun.

Ekki er enn búið að gefa upp hverjir voru handteknir en til stendur að flytja þá til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Sepp Blatter: Ég er hreinn

Sepp Blatter, forseti FIFA, segist í viðtali við BBC að hann sé með hreina samvisku og algjörlega saklaus þegar kemur að spillingarmálunum sem margir háttsettir FIFA-menn eru flæktir í.

Ronaldo drullusama um FIFA-skandalinn

Cristiano Ronaldo er slétt sama um umrædda spillingu innan FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikurnar.

FIFA vill Platini í lífstíðarbann

Lögfræðingur Michel Platini segir að Alþjóðaknattspyrnusambandið muni mögulega setja hann í lífstíðarbann frá knattspyrnu.

Pútín: Blatter á skilið Nóbelsverðlaun

Forseti Rússlands kom fráfarandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins til varnar og segir að hann eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir störf sín í þágu knattspyrnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×