Fótbolti

Platini á að hafa grætt bróður Blatter

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. vísir/getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, segist hafa fengið hótanir frá Michel Platini, forseta UEFA, fyrir forsetakjör FIFA í maí síðastliðnum.

Blatter segir að Platini hafi komið þeim skilaboðum áleiðis að Blatter færi í fangelsi ef hann hætti ekki við framboð sitt í maí. Hann kom skilaboðunum áleiðis í gegnum bróður Blatter.

Eins og við mátti búast þá hefur Platini hafnað þessum ásökunum sem hann kallar glórulausar.

Blatter segist hafa komið að áttræðum bróður sínum grátandi á FIFA-þinginu.

„Þetta átti sér stað í hádegismat. Platini settist við hlið bróður míns og sagði að ég ætti að hætta við framboðið eða ég myndi enda í fangelsi," sagði Blatter.

Það eru mikil átök á milli Platini og FIFA því eins og við greindum frá fyrr í dag þá hefur UEFA kvartað við FIFA vegna neikvæðs skjals um Platini sem sagt er hafa komið frá höfuðstöðvum FIFA.


Tengdar fréttir

Ófrægingarherferð gegn Platini

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sent Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, kvörtun vegna meintrar ófrægingarherferðar í garð Michel Platini, forseta UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×